Þennan dag gerðum við alveg fáránlega mikið! Enda vorum við gjörsamlega búnar í fótunum eftir daginn. Við byrjuðum á að taka subway að Brooklyn bridge, löbbuðum þar yfir, sem by the way er KLIKKAÐ! Þaðan fórum við svo að skoða Ground Zero, röltuðum niður að Staten Island ferjunni og tókum hana yfir, þar fær maður fínt útsýni yfir Frelsisstyttuna. Eftir það röltuðum við í gegnum Battery Park og tókum svo subway niðrí Chelsea hverfið. Þar röltum við í gegnum Chelsea market, Highline park, kíktum í Macys, H&m og fleiri búðir, borðuðum og enduðum svo kvöldið á Times Square, þvílíkt af fólki þar á laugardagskvöldum, eiginlega of mikið. Ætluðum að borða á Ellen stardust diner, en það var þvílíkt löng röð svo við enduðum á Fridays.
Dagur 3 - 9.ágúst
Þennan dag tókum við rútu niður í New Jersey í Jersey Gardens Outlet Mall. Versluðum alveg helling og vorum þar til lokunar. Enduðum daginn aftur í dinner á Times Square áður en við héldum aftur heim til Brooklyn.
Dagur 3 - 10.ágúst
Tókum subway alveg í endann á Brooklyn til Coney Island! Strönd og tívoli! Byrjuðum á að borða á Applebees og fórum svo á ströndina í ca - og hálfan tíma. Svo keyptum við okkur armbönd í Luna Park og náðum að fara í 2 tæki áður en ég fann að við yrðum að fara heim því ég var mikið brunnin. Komum við í búð á leiðinni til að eiga vatn ogmat. Svo erum við bara búnar að liggja hérna með kalda bakstra og aloe vera gel til skiptis og horfa á þætti og myndir og reyna að jafna okkur. Það er spáð rigningu á morgun, sem er kannski bara gott fyrir okkur i þessu ástandi hehe. Við gerum aðra tilraun á Coney Islans seinna og þá mun ég ekki gleyma sólarvörn nr 50.
Xx
Rósa
No comments:
Post a Comment