Thursday, September 3, 2015

Topp 10 í New York

Nú er komið ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Ætlaði að vera svo dugleg að blogga úti, en svo var ég bara alltaf svo búin á því á kvöldin þegar við skriðum heim að ég bara hreinlega hafði ekki orkuna í það. Við gerðum líka svo ógeðslega mikið alla dagana að ég miklaði það eiginlega bara soldið fyrir mér að byrja á skriftunum. Tala nú ekki um að skrifa alla ferðasöguna eftir að ég kom heim!

Eeeeen allavega þá var New York ÆÆÆÐÐIII og ef þú hefur ekki farið þangað nú þegar, þá mæli ég svo hiklaust með því. Klárlega einn af þeim uppáhaldsstöðum sem ég hef farið til! Ég ætla að bæta upp fyrir bloggleysið með því að setja upp svona topp 10 lista yfir hluti sem ég persónulega mæli með fyrir alla NY ferðalanga að gera! Að sjálfsögðu er Empire State, Ground Zero og Times square algjört möst, en það þarf nú ekki einu sinni að taka það fram svo ég setti það ekki á listann.


1. Top of the Rock
Útsýnið þarna er svooooo miklu flottara en úr Empire state. Þú ert nær Central Park og sérð því betur yfir garðinn, plús að þú sérð Empire State líka! Það er frekar dýrt að fara á báða þessa staði, þannig að ef þú þarft að velja, þá myndi ég velja Top of the Rock frekar!
2. Madame Tussauds
Vá við skemmtum okkur svo vel þarna! Tókum skrilljón selfies með öllu fræga fólkinu og fórum í ógeðslega skemmtilegt 4D bíó. Þetta er alveg svona 1-2 klst af skemmtun, var svo mikið meira en ég bjóst við einhvernveginn! 

 

3. Sephora
Ef þú ert stelpa sem hefur gaman að því að mála sig eru fleiri orð óþörf. 
 
 


4. Hjóla í Central Park
Þetta eru um 14 km og alveg mjög gott workout! En mjög fallegt og gaman. Við stoppuðum á Sheep Medow og lögðumst þar í sólbað því við vorum með hjólin í 3 klst leigu og það var svo mikið yndislegt! Við vorum búnar að fara áður í hjólavagni um garðinn með guide svo við vorum búin að sjá alla túristastaðina og svona, þannig að þetta var meira bara svona til að hafa gaman og njóta.


5. The Beast
Sightseeing sigling með spíttbát! Við fengum sko harðsperrur í munnvikin eftir þessa ferð, þetta var svo innilega frábært. Mennirnir sem stjórnuðu siglingunni voru svo skemmtilegir, útsýnið alveg frábært (það var siglt alveg upp að frelsisstyttunni og stoppað þar fyrir myndatökur) og svo léku þeir sér að gera allskonar beygjur og hopp í sjónnum, svo að þeir sem sátu á endunum blotnuðu vel (Elín)!
6. Ellen´s stardust diner
Þar sem starfsfólkið syngur á meðan það þjónar. Og allir sungu geðveikt vel. Við tímdum varla að fara þegar við vorum búnar að borða það var svo gaman þarna. En þetta er mjög vinsæll staður svo það er eiginlega ekki hægt að fara á kvöldmatatíma. Við gerðum margar tilraunir og þá var alltaf 2ja tíma biðröð. Svo við ákváðum einn daginn að fara bara um miðjan dag, vorum mættar um 3 leytið og fengum þá loksins borð!7. Bryant park
Þarna er yndislegt að fylgjast með mannlífinu og hafa piknik. Eiginlega meira kósý en í Central Park ef útí það er farið.8. Coney Island
Hver elskar ekki strönd og tívolí? Vildi bara óska þess að ég hefði ekki skaðbrunnið á ströndinni þannig að við hefðum getað verið þarna lengur.

 


9. Little Italy
Ef þér finnst ítalskur matur góður þá er þetta staðurinn.


10. Brooklyn bridge
Það er algjört möst að labba yfir Brooklyn bridge! Geggjað útsýni og hinn allra fínasti göngutúr! Næst mun ég blogga um líkamsræktina, þar sem ég er að fara að keppa eftir 12 vikur :)
 
xx
Rósa
 

No comments: