Á morgun erum við Elín Mist að fara til New York!! Þessi ferð er fermingagjöfin frá mér til hennar og ég er búin að vinna fáránlega mikið síðustu mánuði til að við getum verslað og notið okkar vel í þessa 12 daga sem við verðum úti. Við munum gista í Brooklyn, leigðum okkur herbergi í gegnum AirBnB og verðum í íbúð hjá ungri stelpu sem heitir Chadanut. Hverfið er mjög rólegt og subway stöð bara í næstu götu, svo það verður mjög auðvelt fyrir okkur að fara inní Manhattan. Ég er búin að finna gym sem ég ætla að æfa í á meðan ég er úti, en það er í sirka 8 mín göngufjarlægð frá herberginu okkar. Fólki finnst kannski skrítið að maður sé að fara að mæta í ræktina þegar maður er erlendis, en þegar þetta er manns helsta áhugamál, þá langar manni ekkert að taka sér frí frá því. Það verður bara gaman að prófa nýtt gym og skipta aðeins um umhverfi.
Gönguleiðin í gymmið :) tekið af Google Earth |
Það er svo margt sem okkur langar að gera þarna! Við erum búnar að kaupa fyrirfram allskonar stöff sem við ætlum að gera, bæði til að spara tíma og peninga. Erum til dæmis búnar að kaupa okkur aðgang í Empire state og Top of the Rock, og siglingu á spíttbátt í kringum Manhattan eyjuna. Svo ætlum við að eyða einum degi í Splish Splash vatnsrennibrautagarðinum á Long Island, öðrum degi í Outlet Malli í New Jersey og auðvitað munum við kíkja á Coney Island, Frelsistyttuna, Flatiron bygginguna, Ground Zero, Times Square, Central Park og, og, og, og…..váááá það er svo óendanlega mikið sem er hægt að gera þarna. Við ætlum að reyna að komast yfir sem flest án þess samt að gleyma að slaka á og njóta líka :)
Central Park |
Coney Island |
Flatiron building |
Ég hugsa að ég noti bloggið soldið á meðan við erum úti til að hlaða inn myndum og segja frá því sem við erum búnar að vera að gera, það er svo hrikalega þægilegt að gera það í appinu og deila svo á facebook, í staðinn fyrir að fylla facebook-ið af löngum statusum og myndum.
Einnig getið þið fylgst með mér á instagram og snapchat. Er soldið dugleg þar
Notendanafnið mitt er: rosasoffia
No comments:
Post a Comment