Hérna er grúppan!
Ég vaknaði einmitt extra snemma í morgun og tók 30 mín brennslu á stigatækinu sem ég er með í stofunni heima hjá mér og endaði svo á nokkrum vel völdum kviðæfingum með lóð á dýnu. Ég er með smá gym-horn í stofunni minni, sem mér finnst henta einstaklega vel í svona morgunæfingar. Mér finnst nefnilega svo gott að fara í sturtu heima hjá mér og borða morgunmat við eldhúsborðið mitt og skrolla niður instagram á meðan, og með því að gera æfingarnar heima þá næ ég líka að sofa aðeins lengur, í staðinn fyrir að þurfa að að keyra í ræktina og aftur heim (sparar líka bensín). Ég stefni á að taka morgunæfingar heima amk 3 sinnum í viku fram að New York, svona til að koma mér í örlítið betra form, þannig að maður geti nú sprangað um í stuttbuxum og topp úti án þess að hafa áhyggjur af muffin topp hahha. Svo þegar ég kem heim að utan þá byrjar köttið FOR REAL :)
Já, btw það eru bara 17 dagar í NEW YORK!!!!!
xx
Rósa
No comments:
Post a Comment