Pages

Monday, July 20, 2015

Motivation stelpur

Ég er í grúppu á facebook sem heitir "Motivation stelpur" og þetta er ein af uppáhalds grúppunum mínum. Þar eru stelpur að setja inn myndir af árangrinum sem þær hafa náð, hvetja aðrar áfram með peppandi “quotes” og óska eftir ráðum í sambandi við mataræði og æfingar. Ég mæli hiklaust með fyrir allar sem eru að hugsa um heilsuna að joina grúppuna og fylgjast með. Það er alveg stranglega bannað að auglýsa í þessari grúppu, svo það gerir hana ennþá skemmtilegri. Margar af stelpunum í grúppunni nota svo taggið #motivationstelpur á instagram svo það er hægt að fylgast með því líka. Ég gleymi sjálf eiginlega alltaf að nota það, þarf að vera duglegri við það....

Hérna er grúppan!

Ég vaknaði einmitt extra snemma í morgun og tók 30 mín brennslu á stigatækinu sem ég er með í stofunni heima hjá mér og endaði svo á nokkrum vel völdum kviðæfingum með lóð á dýnu. Ég er með smá gym-horn í stofunni minni, sem mér finnst henta einstaklega vel í svona morgunæfingar. Mér finnst nefnilega svo gott að fara í sturtu heima hjá mér og borða morgunmat við eldhúsborðið mitt og skrolla niður instagram á meðan, og með því að gera æfingarnar heima þá næ ég líka að sofa aðeins lengur, í staðinn fyrir að þurfa að að keyra í ræktina og aftur heim (sparar líka bensín). Ég stefni á að taka morgunæfingar heima amk 3 sinnum í viku fram að New York, svona til að koma mér í örlítið betra form, þannig að maður geti nú sprangað um í stuttbuxum og topp úti án þess að hafa áhyggjur af muffin topp hahha. Svo þegar ég kem heim að utan þá byrjar köttið FOR REAL :)



Já, btw það eru bara 17 dagar í NEW YORK!!!!!
 
xx
Rósa

No comments: