Pages

Sunday, March 22, 2015

Smá fréttir

Fallega og skemmtilega dóttir mín er að fara að fermast eftir viku!! Ég er ekki að trúa því hvað tíminn er fljótur að líða! Hún fermist í Digraneskirkju og svo verður veislan haldin á Akranesi, þar sem að megnið af fjölskyldunni er staðsett þar. Það er allt tilbúið fyrir ferminguna þannig séð, ekkert eftir nema bara að kaupa og elda matinn, en við mamma ætlum að gera það bara á laugardaginn. Það vill svo heppilega til að mamma vinnur í stóreldhúsi þannig að við höfum þar aðgang að öllu sem þarf fyrir svona alvöru eldamennsku. Í boði verður mexico kjúklingasúpa með brauði og nachos, og svo eftirréttahlaðborð. Ég leyfði skvísunni að velja hvort hún myndi vilja fartölvu frá mér í fermingagjöf eða utanlandsferð. Hún var ekki lengi að velja; ferð til New York. Þannig að við stefnum á að fara þangað í ágúst/sept, Ómæ hvað það á eftir að vera gaman!!!! Við eyðum mörgum kvöldunum að skoða allskonar um New York og plana hvað við ætlum að gera þar!

Við mæðgurnar :) 

En að öðru, á föstudaginn síðasta fór ég í smá myndatöku fyrir Vikuna. Myndatakan fór fram niðrí Reebok Fitness og munu birtast í Heilsublaði Vikunnar eftir páska, ásamt viðtali við mig. Get ekki lýst því hvað ég er spennt að sjá útkomuna!!!


xx
Rósa

No comments: