Pages

Friday, March 15, 2013

Eldhús og Árshátíðarmyndir

Ég lofaði víst myndum af "gjörbreyttu" eldhúsinu mínu eftir að ég tók það smá í gegn um daginn. Ég var með svo mikið af dóti uppá eldhúsbekkjunum sem fór í taugarnar á mér en fann ekkert pláss fyrir það inní skápunum, svo ég tók allsherjar hreingerningu og tók allt útúr skápum og raðaði inn aftur. Henti alveg ótrúlega mörgu, maður safnar víst líka að sér óþarfa dóti í eldhússkápana greinilega. Ég náði svo að koma nánast öllu fyrir inní skápum og setti heimilisbókhaldið og uppskriftir í tímaritageymslur. Var mjög ánægð með útkomuna. Núna eru bekkirnir hreinir og nóg pláss til að elda og fyrir Elínu mína til að baka :)

Þetta horn var var FULLT af fæðubótaefnum, það sást ekki í innstunguna einu sinni.....
Ég kom næstum öllum fæðubótaefnunum uppí skápinn fyrir ofan :)
Á þessu borði hægra megin var allt bókhaldið útum allt og grill og fleira vinstra megin......
Litla krúttlega eldhúsið mitt, það er svo lítið að það má ekki við svona miklu drasli :)


 Svo fann ég nokkrar myndir frá árshátíðinni um daginn, læt þær fylgja með:
Heima búin að taka mig til :)

Mætt á svæðið
Ég og Katrín sem vinnur líka á skrifstofunni

Þessar æðislegu konur vinna allar með mér :)


Ragga, ég og Katrín


Fjármálasvið Pennans er skipað af EINUNGIS konum!! :D

No comments: