Monday, March 30, 2015

Dóttirin fermd!

Ég á officially ekkert barn lengur! Dóttir mín fermdist í gær og er þar af leiðandi komin í fullorðinna manna tölu. Dagurinn heppnaðist svo ótrúlega vel, alveg eins og í sögu bara. Skvísan hæst ánægð með allt saman. Við byrjuðum daginn ekki mjög vel samt....við áttum að vera mættar niðrí Grafarvog í hárgreiðslu kl 8 um morguninn, en gleymdum að stilla vekjaraklukku, og vöknuðum ekki fyrr en kl 7:55. Ég lét hárgreiðslukonuna vita strax að okkur myndi seinka aðeins. Við tókum okkur til á ógnahraða og vorum mættar í Spöngina kl hálf níu. Ég tók bara með mér make-up dótið mitt og fékk að nota sléttujárn á hárgreiðslustofunni, svo að það sparaði nú dágóðan tíma. Hárgreiðslan hjá skvísunni var ekkert smá flott, og hún alveg hæstánægð með útkomuna.

Kristín á Zoo gerði hárið á skvísunni fabjúlos!
Svo fékk hún smá förðun hjá kærasta pabba síns, bara létta og náttúrulega förðun, sem heppnaðist rosalega vel.

Fallega mín með létta förðun
Eftir það var svo haldið í Digraneskirkju þar sem athöfnin fór fram. Að fara í kirkju er alls ekki efst á óskalistanum mínum, en maður verður að láta sig hafa það fyrir svona tilefni. Athöfnin var í sirka einn og hálfan tíma, presturinn var mjög skemmtilegur og krakkarnir mjög stillt og prúð :)

Komin í fermingakirtilinn

Fermingahópurinn
Eftir athöfnina vorum við mæðgur orðnar svo rosalega svangar að við skelltum okkur niðrí miðbæ á búlluna og fengum okkur Tilboð aldarinnar. Það var ansi mikið horft á okkur þar inni, svona uppástrílaðar og fínar hhaha.

Búlluborgarinn klikkar aldrei :)
Þegar við vorum búnar að gúffa í okkur fórum við niðrí Hörpu þar sem við hittum Sveinba vin okkar í smá myndatöku. Hann tók myndir alveg útum alla Hörpu. Fórum á allir hæðir, niðrí bílakjallara og fyrir utan líka. Hann tók bæði svona settlegar myndir og líka smá flipp. Þetta var ótrúlega gaman og það sem ég er búin að sjá af myndunum núna er bara GEÐVEIKT. Hlakka svo til að sjá meira og á pottþétt eftir að deila þeim með ykkur hérna.

Ég að stelast til að taka myndir í myndatökunni hehe

Behind the scenes :)

Ein unnin mynd frá Sveinba :)
Eftir myndatökuna brunuðum við svo uppá Skaga þar sem veislan var haldin, í Jónsbúð. Mætingin hefði mátt vera betri, og þó nokkuð af fólki sem mætti ekki sem var ekkert búið að láta vita. Manni finnst það nú almenn kurteisi að láta vita ef fólk ætlar ekki að mæta, enda er beðið um það á boðskortunum. En það voru svona 20 manns sem létu ekki vita, sem var reiknað með í sæti og  í mat. En ég nenni ekki að einblína of mikið á það neikvæða, þannig að ég vil frekar þakka þeim sem mættu og þá sem létu vita og sendu hamingjuóskir til okkar.

Flott systkyni

Ferminga-ístertan frá Kjörís

Í veislunni

Skvísan hjá pakkaborðinu (eða umslagaborðinu kannski öllu heldur hehe)

Þessi tvö eru svo miklir æðibitar saman! Betri systkyni er erfitt að finna
Veislan heppnaðist mjög vel. Maturinn var góður, kökurnar voru góðar, salurinn flottur og gestirnir allir indælir. Skvísan var svo ánægð með allt að það fór ekki af henni brosið allan daginn.

En mikið var samt pínulítið gott þegar þetta var búið :)
 
xx
Rósa

No comments: