Pages

Wednesday, April 8, 2015

Nýtt tattoo og ný markmið

Þá er páskafríið búið! Það er margt skemmtilegt í gangi hjá mér þessa dagana og búið að vera nóg að gera, svo það var kærkomið að fá smá frí. Ég var hérna í bænum fimmtudag, föstudag og laugardag, fylgdist með fitnessinu, æfði og slakaði á. Á laugardagskvöldinu skellti ég mér svo uppá Skaga til mömmu og pabba. Þar er maður alltaf vel dekraður og þarf varla að lyfta fingri, meira að segja bíllinn minn var þrifinn bæði að innan og utan, ekki amarlegt það. Ég tók mér svo alveg frí frá æfingum og hollustu á páskadag og naut þess bara að slaka á með fjölskyldunni. Á annan í páskum fórum við mægður svo aftur í bæinn. Ég skellti mér á æfingu og á fund með þjálfaranum mínum þar sem næstu markmið og skref í þjálfununni voru tekin. Shhiiiii ég er svo rosalega spennt fyrir komandi tímum. Hlakka til að takast á við nýjar áskoranir og breyttar áherslur í þjálfuninni, þetta verður svo mikil snilld! Er búin að vera soldið fram og til baka með það hvað ég vildi gera næst, en núna er það komið á hreint og allt í vinnslu. 


Svo fékk ég mér nýtt tattoo í safnið á annan í páskum. Var lengi búin að hugsa um þetta tattoo, finnst það hafa svo skýra og góða merkingu, og passa mér einstaklega vel. En ég var aldrei viss með hvar ég vildi hafa það eða hversu stórt. En svo í slökuninni á páskadag þá bara sá ég það allt í einu fyrir mér! Ég fór niður á Reykjavík Ink og þau gátu hleypt mér í stólinn strax svo ég sló bara til. Er svo hrikalega sátt með útkomuna, og er strax farin að spá í hvernig og hvar næsta tattoo verður, maður er alltaf með einhverjar hugmyndir í kollinum. 

Í "pyntingastólnum" :)

Útkoman :)

Annars var ég að byrja að horfa á nýja þætti. Eða gamla þætti réttara sagt, búin að eiga þá á tölvunni í ár eða svo, en aldrei verið það spennt fyrir að prófa þá. En ég var bara svo rosalega slök í fríinu að ég ákvað að tékka á þeim, og er búin með 5 þætti núna og finnst þeir alveg brilliant. Þetta eru þættirnir Person of Interst. Ef þið hafið ekki horft á þá, þá mæli ég alveg hiklaust með þeim, þeir fá 8,5 i einkunn á imdb.

xx
Rósa

No comments: