Wednesday, June 4, 2014

Matur

Mér finnst mjög nauðsynlegt að borða fjölbreyttan mat. Þó maður sé að borða hollt og reyna að koma sér í fitness form, þá þarf maður ekki að borða þurran kjúkling og brokkolí í öll mál. Ég fæ mér ýmist eggjahvítur, ýsu, lax, kjúkling, nautakjöt eða blöndu af eggjahvítum og kjúkling sem próteingjafa, svo hef ég alltaf ferskt salat með eða þá ofneldaða grænmetisblöndu eins og brokkolí, blómkál og gulrætur. Í hádeginu hef ég svo alltaf flókin kolvetni með, þá ýmist brún hrísgrjón, sætar kartöflur, bygg eða butternut squash. Ég fæ mér stundum svona 1-2 tsk af sweet chili sósu með ef ég er með kjúkling, og ef ég er með ýsu set ég smávegis af tómatsósu út á. Restina finnst mér betra að hafa bara þurrt. Ég er voðalega lítið fyrir sósur, sem er mjög hentugt þannig séð.

Hérna eru hádegis- og kvöldverar máltíðirnar mínar síðustu 2 daga:

Nautakjöt, ferskt salat og mangó (ég EEELLLSSKKKA mangó)

Matur frá Ginger: Teryaki kjúklingur, stutt brún grjón og salat (allt of lítið salat að mínu mati)

Eggjahvítur úr brúsa og ferskt salat + jarðaber

Kjúklingur, butternut squash og ferskt salat (og sweet chilli sósa)
Vonandi hjálpar þetta einhverjum að fá góðar hugmyndir að hádegis- og/eða kvöldmáltíðum :) 

xx
Rósa

No comments: