Pages

Friday, May 16, 2014

5 staðreyndir um mig á föstudegi

Vá langt síðan ég setti inn eitthvað af þessum "föstum liðum" sem ég ætlaði að hafa hér á blogginu. Þeir eru ekki lengur fastir, heldur bara svona þegar mér dettur í hug hehe. Fór allt í einu í bloggstuð og þessar 5 staðreyndafærslur voru vel séðar, svo ég ákvað að skella inn einni, here we go :)

1. Ég les aldrei bækur. Las varla skólabækurnar í den (las bara glærur og mætti í tíma og glósaði). Ég bara held ekki athygli við að lesa heila bók....mér fer bara að leiðast og enda fljótlega í heimi dagdrauma, enda ávallt skemmtilegt þar. Bókin þarf allavega að vera MJÖG góð til að ég endist fram á síðustu blaðsíðu (ég geri oft tilraunir, til dæmis í sólbaði og þess háttar, en enda yfirleitt bara á því að hafa bara tónlist í eyrunum)

2. Ég er alveg hætt að djamma. Kannski tvisvar á ári eða svo......

3. Ég á afmæli eftir viku og verð 33. ára. Spurning um að fara að panta sér á elliheimili.....

4. Mig langar svooooo að skella mér til Florida eða California í USA og vera í 3 mánuði, bara til að prófa. Við Elín Mist erum að íhuga að fara í þetta mission þegar hún er búin með 10.bekk áður en hún skellir sér í framhaldsnám :) bara 3 ár þangað til vúhú. Eitt af fáum skiptum þar sem ég bíð eftir því að hún eldist hehhe.....

5. So far hef ég ferðast til Spánar, Portúgals, Mexico, USA (Miami, Orlando, New York og Boston), Krítar, Ítalíu, Tékklands, Ungverjalands, Austurríkis, Danmerkur, Frakklands, Írlands, Englands og Tyrklands (lang flest af þessum ferðalögum hef ég farið í með Möggu vinkonu minni). Ég stefni á því að bæta við þennan lista á næstu árum, ein ferð á ári lágmark er mission mitt fyrir komandi ár :)


Eigið góða helgi :)
 
xx
Rósa


No comments: