Pages

Thursday, May 8, 2014

Eurovision

Þeir sem þekkja mig vita að ég elska Eurovision. Ég veit ekki hvað það er við þessa keppni, en ég hef alveg rosalega gaman að þessu. Oftast finnst mér nú ekkert varið í meirihlutann af lögunum, svo þetta snýst ekki um það. Bara að fylgjast með undankeppnunum, hvaða lönd komast áfram og svona. Svo er líka gaman að fylgjast með stigagjöfinni í lokaúrslitunum :)

Ég held með Armeníu að þessu sinni, held að þeir taki þetta!


Lagið er kannski ekkert svo stórkostlegt til að byrja með, rosalega rólegt. En hann bætir klárlega upp fyrir það í lokakaflanum. Vinnufélagar mínir eru svo EKKI sammála mér með þetta lag, en það er eitthvað við það sem ég elska. Ég kíkti á veðbankana til að sjá hvort ég væri nokkuð ein í heiminum um þetta og neinei, ALLS EKKI, þessu lagi og Svíþjóð er spáð 1. og 2. sætinu! Enda man ég ekki eftir því að hafa haft rangt fyrir mér með sigurlagið í Eurovision (eftir að ég byrjaði að spá svona mikið í því að minnsta kosti). En við sjáum hvað setur. Ég vona að ég geti komið í vinnuna á mánudaginn næsta og sagt við alla í vinnunni " I TOLD YOU SO!!!" hehhehe

xx
Rósa

No comments: