Pages

Friday, January 17, 2014

Föstudagskvöld

Það er föstudagskvöld og ég sit hér heima barnlaus. Þetta er búið að vera erfið vika og ég bara hreinlega nennti ekki einu sinni að reyna að finna mér eitthvað að gera. Sit hér í sófanum í þögninni og súpa á rauðvíni. Voðalega kósý. Er reyndar að spjalla við Lilju vinkonu mína á facebook líka. Við erum að ræða greinarnar í Cross fit leikunum og spekúlera hvort við gætum eitthvað í þessu. Það væri gaman að reyna á það og sjá hvort maður myndi taka þátt....og ég segi taka þátt en ekki keppa, því ég veit ósköp vel að ég á ekki ROÐ í þessar Cross fit skvísur, en hey, alltaf gaman að vera með og hafa markmið til að stefna að. Go outside your comfort zone :)


Ég fór á æfingu áðan í einu af uppáhalds ræktardressinu mínu þessa dagana. Svartur víður Miami Beach hlýrabolur, skær bleik/appelsínugulur toppur innanundir, rauð/svart/appelsínugular H&M ræktarbuxur og svartir Sketchers.


Æfingin:

25 mín á hlaupabretti, hraði 6 og halli 4-6 

Supersett:
4x 12-10-8-6 alternate bicep curls með lóð
4x 12-10-8-6 tricep kickbacks

Supersett:
4x8 sitjandi bicep curls
4x8 standandi overhead tricep extensions með eitt lóð

Supersett:
4x10 hammer curls
4x12 dýfur af bekk með auka 5 kg plötu á lærum

5x 10-10-8-8-6 concentrated bicep curls með ez-stöng

4x12 overhead tricep extensions í vél með kaðli

20 mín stigavél.

Ég tek venjulega ekki alltaf svona mikla brennslu, en ég var barnlaus og hafði allan tímann í heiminum hehe

Á mánudaginn er ég svo að fara í klippingu. Ekki litun, heldur bara klippingu. Það hef ég ekki gert í mööööörg ár (kannski bara síðan ég var krakki). Mér finnst líklegt að ég láti gera eitthvað í þessum dúr.





Asakið myndgæðin, ég nennti bara ekki að reyna að finna þær í betri gæðum....

Ég veit ekki af hverju en ég er bara komin með smá ógeð á þessu síða mikla hári sem ég er með. Vonandi verð ég bara ánægð með útkomuna.

Takk fyrir að lesa

xx
Rósa

No comments: