Monday, January 20, 2014

Klipping

Ég mætti uppí Tækniskóla kl 9 í morgun og fékk litun og klippingu hjá einum ungum dreng sem ég sá auglýsa eftir módelum í einni grúppu sem ég er í á facebook.  Ég mætti inn með næstum rassasítt hár og ljósa rót....en labbaði út með nýlitað og strípað axlarsítt hár!! Ég er ekkert smá ánægð með útkomuna, finnst þetta eiginlega fara mér betur en ég þorði að vona! Svo ég tali nú ekki líka bara um hvað þetta er þægilegt. Hárið festist ekki lengir inní erminni á úlpunni þegar ég klæði mig í hana :)

Fyrir

Eftir
Ég ákvað að taka hvíld frá ræktinni í dag. Tók náttúrulega alveg rosalega á því í 2 og hálfan tíma í gær á Cross fit æfingunni og ég fann bara á mér að ég þyrfti hvíld. Venjulega hvíli ég á sunnudögum, en það fór fyrir bí í gær, svo það var mánudagshvíld í staðinn. Kom með heim Rjómakúlur eftir vinnu og horfði á lokaþættina í Haven undir sæng....voðalega kósý. Annars er gaman að segja frá því að þegar ég var að horfa á Haven um daginn þá birtist allt í einu kunnulegt andlit á skjánnum. Enginn annar en Darri Ingólfsson! Ég hafði aldrei heyrt af því að hann léki hlutverk í þessum þáttum svo ég skrollaði til baka í trailerinn til að athuga hvort að þetta væri ekki örugglega hann. Og jújú, þar var nafnið hans :) Flottur og sætur hann Darri ;)

Darri Ingólfsson

Darri með einum af aðalleikurunum í Haven
Takk fyrir að lesa

xx 
Rósa

No comments: