Ég strengdi engin áramótaheit í ár frekar en fyrri daginn, heldur ætla ég bara að gera mitt besta á hverjum degi. Sama hvort það er í vinnunni, ræktinni eða mataræðinu. Ég ætla að gera meira og hanga minna! En ég mun auðvitað alls ekki hætta að hanga heima í kósýgallanum, það er nefnilega voða gott líka. En ég þarf samt klárlega að fara að gera meira, rækta vina- og fjölskyldusambönd og svo framvegis.
Akkúrat núna í kringum áramótin er ég að ganga í gegnum smá breytingar, bæði heima við og í vinnunni. Ég reyni mitt besta í að taka þessu öllu með ró og vera jákvæð. Ég mun segja ykkur meira frá þessu þegar ég treysti mér til :)
Ég stofnaði facebook like-síðu í kringum áramótin sem heitir Taktu áskorun! Á þessari síðu er ég svo búin að setja inn æfingar og áskoranir fyrir hvern dag í janúar. Ég er sjálf búin að vera að gera þetta og finnst þetta ótrúlega gaman. Ég ákvað "í fyrra" að gera svona fyrir árið 2014, því mér hefur alltaf fundist gaman að taka þátt í svona áskorunum. Endilega lækið síðuna hjá mér og verið með, það er aldrei of seint að byrja. Svona lítur janúar út:
Klikka á mynd til að stækka |
Þannig að í dag á ég að gera 6 burpees og 6 armbeygjur. Pís of keik :)
En svo ætla ég líka að vera dugleg að setja inn æfingadaga á síðuna. Var til dæmis að hugsa um að setja á miðvikudaginn inn góða bossa æfingu. Þá geta lækarar bara skrifað niður hjá sér allar æfingarnar (eða prentað út) og skellt sér svo á æfingu og tekið vel á því. Aldrei að vita nema það verði svo eitthvað fleira óvænt á síðunni: uppskriftir, hugmyndir af skemmtilegum nýjum æfingum, lagalistum fyrir æfingar og svo framvegis. Því fleiri sem eru með, því skemmtilegra er þetta.
No comments:
Post a Comment