Af þeim þáttum sem byrjuðu í haust/vetur mæli ég eindregið með:
DEVIOUS MAIDS - drama þættir um herbergisþernur |
MISTRESSES - drama þættir um 4 vinkonur og þeirra sambönd |
BETRAYAL - drama þættir um framhjáhald ótrúlega myndarlegs fólks! |
THE BLACKLIST - drama/spennu þættir um glæpon sem gefur sig fram til FBI með "skilyrðum" |
HOSTAGES - drama/spennu þættir um lækni sem er skipað að drepa forsetann í aðgerð |
MOM - grínþættir um mæðgur sem eru óvirkir alkóhólistar |
THE MILLERS - grínþættir um uppáþrengjandi foreldra sem skilja og flytja inná börnin sín |
Svo eru ótal margir sem ég á eftir að kíkja á, en hef bara ekki komið mér í það ennþá (vantar fleiri tíma í sólarhringinn). Mig langar soldið að kíkja á Sleepy Hollow, Dracula, Almost Human og The tomorrow people. Endilega látið mig vita ef þið hafið séð einhverja af þessum þáttum og hvort þið mælið með þeim :)
Svo bíð ég bara ótrúlega spennt eftir að uppáhaldsþættirnir mínir Supernatural og The walking dead komi til baka eftir jólafrí :)
Supernatural byrja aftur 14. janúar :) |
The walking dead byrja svo ekki fyrr en 9.febrúar! |
No comments:
Post a Comment