Monday, December 30, 2013

Mæli með - TV shows

Það er langt síðan ég bloggaði um sjónvarpsþætti. En þeir sem þekkja mig vita að ég er algjör fíkill í sjónvarpsþætti. Ég tékka á næstum því öllum nýjum þáttum þegar þeir byrja (sérstaklega ef nafnið á þættinum heillar mig - eða leikarar í þáttunum) og svo held ég áfram að horfa á þá sem ég fíla en hinir fara beint í ruslið.

Af þeim þáttum sem byrjuðu í haust/vetur mæli ég eindregið með:

DEVIOUS MAIDS - drama þættir um herbergisþernur
MISTRESSES - drama þættir um 4 vinkonur og þeirra sambönd 
BETRAYAL - drama þættir um framhjáhald ótrúlega myndarlegs fólks!
THE BLACKLIST - drama/spennu þættir um glæpon sem gefur sig fram til FBI með "skilyrðum"
HOSTAGES - drama/spennu þættir um lækni sem er skipað að drepa forsetann í aðgerð
MOM - grínþættir um mæðgur sem eru óvirkir alkóhólistar
THE MILLERS - grínþættir um uppáþrengjandi foreldra sem skilja og flytja inná börnin sín

Svo eru ótal margir sem ég á eftir að kíkja á, en hef bara ekki komið mér í það ennþá (vantar fleiri tíma í sólarhringinn). Mig langar soldið að kíkja á Sleepy Hollow, Dracula, Almost Human og The tomorrow people. Endilega látið mig vita ef þið hafið séð einhverja af þessum þáttum og hvort þið mælið með þeim :)

Svo bíð ég bara ótrúlega spennt eftir að uppáhaldsþættirnir mínir Supernatural og The walking dead komi til baka eftir jólafrí :)
Supernatural byrja aftur 14. janúar :) 

The walking dead byrja svo ekki fyrr en 9.febrúar!


No comments: