Wednesday, January 8, 2014

Æfing dagsins

Ég setti æfingu dagsins inná Taktu áskorun! síðuna mína í morgun. Þetta er hrikalega öflug æfing fyrir glutes og hamstrings (eða á íslensku rass og aftanverð læri). Þessi æfing verður krefjandi, en skemmtileg á sama tíma. Ég ætla að bíða með að taka hana þangað til á morgun, því ég tók fætur á mánudaginn. Maður græðir ekkert á því að hamast alltaf í sömu æfingunum :)

En endilega prófið að taka þessa:


Ég er svo mikill föndurmeistari!! :)

Hér fyrir neðan eru svo linkar að myndböndum sem útskýra/sýna allar æfingarnar: (smella á nafnið á æfingunni til að sjá myndbandið)
Í gærkveldi horfði ég svo á næst síðasta þáttinn af Betrayal. Þetta er orðið svo hrikalega spennandi að það verður erfitt að bíða í viku eftir lokaþættinum. Miðað við hvernig þessi þáttur endaði þá verður lokaþátturinn djúsí!! getekkibeðið :)

Aðalleikkonan í Betrayal

No comments: