Thursday, December 19, 2013

Afmæli!

Dóttir mín, hún Elín Mist, átti afmæli í gær og er því orðin 12 ára gömul! (hún á sko sama afmælisdag og Brad Pitt). Það er svo ótrúlegt hvað tíminn líður....maður er rétt svo orðinn tvítugur og þá er maður bara kominn með ungling! en svona er þetta. Við héldum uppá afmælið með fjölskyldunni síðastliðinn sunnudag. Ég bakaði allt sjálf fyrir veisluna (með aðstoð afmælisbarnsins að sjálfsögðu). Á boðstólnum var regnbogakaka, brownies, rice crispies marengs, brauðrúllur og smákökur. Þetta sló allt saman í gegn og næstum allt kláraðist, ekki leiðinlegt það :) Svo næstu helgi býður hún öllum vinkonum sínum í partý í fimleikasal þar sem verða pizzur og hopperí.

Fallega fallega stelpan mín!

Á Jökulsárlóni í sumar

Við mæðgurnar
Skvísan :) 

Regnbogakakan....þessi tók smá tíma og þolinmæði :) 

en ég og afmælisbarnið vorum mjööööög sáttar með útkomuna :) 

No comments: