Pages

Monday, December 2, 2013

Jólaball

Um helgina fór ég á Jólaball Pennans með fjölskylduna mína. Það kom haltrandi jólasveinn með gítar og söng alveg fullt af lögum, það var sungið og gengið í kringum jólatréð, það var gætt sér á kökum og heitu kakói og krakkarnir þáðu nammi og gjafapoka. Allt saman voða fínt :)

Sætu stelpurnar okkar

Heiðar viðeigandi á barnaskemmtun.....hehe

Dansað í kringum jólatréð

Stóra fallega stelpan mín :) 

Þessi litla var smá feimin við jólasveinin :) aðeins of mikið krútt

Svaka stuð 

Flottur jóli

Sæt mæðgin
Ég hitti líka Eddu um helgina. Það var svo gaman. Við tókum axla og bossa æfingu í Sporthúsinu um morguninn, sem var ÆÐI!!! Tókum ekkert smá vel á því og ég er sko ennþá með harðsperrur!! Love it :) Seinna um daginn hittumst við svo aftur með öll börnin og tókum rölt í Smáralindinni, versluðum aðeins og settumst niður á Joe and the juice. Frábær dagur í alla staði :)

Litlan hennar Eddu svo ljúf og góð :) 
Svo er ég bara að fara til Miami á eftir!!!! Á nú pottþétt eftir að henda inn einhverjum færslum þaðan, eða þá að minnsta kosti (mont)myndum :) 

Það bíður mín 12 klst ferðalag.....vííí (not). 8,5 klst í flugi og 3,5 klst keyrandi frá Orlando til Miami. En það er allt í lagi, það verður svo ljúft að komast út að þetta verður alveg þess virði. Ógeðis veður hérna núna sem við erum að fara úr, bara snilld :)

No comments: