Pages

Saturday, December 28, 2013

Jólagjafir og aðfangadagskvöld

Ég fékk svo margt fallegt í jólagjöf. Ég átti ekki til orð, hef ekki fengið svona margar jólagjafir síðan ég var krakki. Gjöfin frá dóttur minni stóð uppúr, eins og alltaf, en hún valdi, bjó til og keypti handa mér alveg sjálf (með sínum eigin peningum). Það finnst mér alveg meiriháttar fyrir 12 ára stelpu, sem gæti vel verið bara "með" í gjöfunum, ef hún vildi. Hún gaf mér hálsmen og eyrnalokka í stíl, kertastjaka og skartgripaskrín sem hún málaði sjálf.

Ég tók náttúrulega mynd af öllum gjöfunum mínum:


Ég fékk:
Stígvél úr Macy´s
Hálsmen frá Krista Design
Adidas reversible íþróttatopp
Svarta hliðartösku úr Nínu
Armband sem hægt er að vefja í marga hringi
Íslenskt og norskt súkkulaði
Jólakerti og jólaservíettur
Jessica Simpson ilmvatn
Heimatilbúinn kertastjaki
Heimatilbúið skartgripaskrín
Hálsmen og eyrnalokkar í stíl
Á myndina vantar: Úlpa úr Vero Moda

Hér er mynd af mér í úlpunni (og með nýju töskuna) LOVE IT :)


Aðfangadagskvöldið var svo ljúft með foreldrum mínum og Elínu minni. Hamborgarhryggur með öllu meðlætinu og fullt af Quality Street var á boðstólnum og eftirrétturinn liggur ennþá í frystikistunni, eins og alltaf. Við erum svo gráðug í aðalréttinn að það er aldrei neitt pláss fyrir eftirréttinn.....kannski við borðum hann bara um áramótin, hver veit :) 


Jólatréð
Smá pakkar
Elín spennta
Pabbi að blanda jólaölið
mmmmm
Diskurinn minn mmmmmm
Þessi er sætust og bestust!
Í jóladressinu
Beðið eftir pökkunum!
Mæðgurnar
Pabbi fékk að opna fyrsta pakann
Elín að opna pakka :) 
Ég að opna pakkann frá Elínu
Ég vona að allir hafi átt alveg yndisleg jól með sínu fólki :) 

No comments: