Friday, December 27, 2013

Jólin og fleira

Það er nú komið soldið langt síðan ég bloggaði síðast, ekkert síðan 19. desember. Það er ekki nógu gott!! Mun bæta upp fyrir þetta á komandi dögum með fullt af færslum!. Um síðustu helgi hélt Elín Mist uppá afmælið sitt með vinkonum sínum. Hún bauð þeim að koma í Gróttu-sal á Seltjarnarnesi með trampólíni og þess háttar dóti, þar sem óhætt er að hoppa og skoppa og lendingin er alltaf mjúk. Við pöntuðum pizzu og buðum líka uppá smá nammi og gos. Ótrúlega þægilegt að halda svona afmæli þar sem maður þarf ekkert að baka né þrífa :)

Um jólin fór ég svo uppá Skaga og var þar með fjölskyldunni minni. Aðfangadagskvöldinu eyddi ég í foreldrahúsum ásamt Elínu að sjálfsögðu. Við borðuðum hamborgarhrygg og meðlæti og auðvitað alltof mikið af Quality Street. Svo opnuðum við pakkana, og allir voru mjög ánægðir með allt sitt. Enda ekki annað hægt að vera þakklátur fyrir það eitt bara að fá gjafir yfir höfuð :) Við mæðgurnar fengum mjög margt af því sem okkur langaði í, svo ekki er hægt að kvarta. Þegar við vorum svo búin að opna pakkana fór Elín Mist til pabba síns að hitta hina fjölskylduna sína, og ég fór í Candy Crush og horfði á jólamynd :) Ég gerði reyndar soldið mikið af þessu tvennu um jólin, svona á milli jólaboðanna hehe......

Á aðfangadagsmorgun fór ég í Boot camp tíma á Skaganum með Lilju vinkonu. Það var mjög erfitt en samt líka mjög gaman. Hef ekki gert svona þolæfingar í lengri tíma, og ég fann það alveg í hlaupunum í byrjun tímans hehe. En hey, ég hélt þetta út og fannst bara auðveldara eftir því sem leið á tímann :) En mikið hlakka ég til að fara á æfingu á eftir og taka í lóðin!!! Styttist í það......

Læt fylgja með eina mynd frá jólunum, svo koma fleiri myndir síðar :) 

Elín Mist á aðfangadag með pökkunum og jólatrénu 

Annars var ég að stofna síðu á facebook fyrir þá sem langar að taka þátt í smá áskorun á nýja árinu. Endilega kíkið á þetta, ætla að vera dugleg að setja inn skemmtilegar og óvæntar áskoranir þarna inn, ásamt föstum daglegum áskorunum :)

https://www.facebook.com/pages/Taktu-%C3%A1skorun/681530215214114


No comments: