Thursday, November 14, 2013

Miami

Eftir 18 daga flýg ég úr frosti og snjó yfir í hita og sól!! Vá hvað ég get ekki beðið!

Við Heiðar erum að fara bara tvö, og við förum 2. des og lendum að kvöldi til í Orlando. Þaðan förum við á bílaleigubíl yfir til Miami þar sem við verðum í 8 daga. Eigum þar pantað herbergi á Red Hotel á South Beach. Það gerist ekki mikið betra en það!! Vinur hans Heiðar og kona hans búa þarna úti svo það verður mjög nice að fá svona almennilega leiðsögn yfir hvað maður á að gera þarna :)

Þarna verður ekki leiðinlegt að liggja í sólbaði!

Þarna verða nokkrir kokteikar drukknir!

Hótel-gymmið, þarna munum við byrja flesta dagana :) 

Pöntuðum okkur svona herbergi :) 
Eftir 8 daga í Miami keyrum við svo yfir til Orlando, þar sem við verðum í þrjá daga. Þar ætlum við að leika okkur soldið og versla. Pöntuðum okkur bara herbergi á litlu og ódýru hóteli í Orlando, þar sem þetta er svo stuttur tími.Eftir 3 daga í Orlando liggur leiðin svo aftur heim í kuldann. En við munum millilenda í Boston í rúmlega 7 klst samt og höfum hugsað okkur að nýta þann tíma til að stökkva í mall sem er þarna rétt hjá flugvellinum. Klára að versla jólagjafir og þess háttar :)

Við komum svo heim bara eldsnemma að morgni 14. des, rétt í tæka tíð til að halda uppá afmælið hennar Elínar Mistar og jólin :)

VÁ hvað ég hlakka til!!!!!

"I´m going to Miami"No comments: