Monday, November 18, 2013

Matarboð og Joe & the juice

Helgin mín var mjög notaleg. Ég var mikið veik í síðustu viku og fór því lítið út úr húsi þannig að ég var mjög fegin að geta loksins farið út að gera eitthvað. Ég er reyndar ekki búin að fara í ræktina í nokkra daga í röð núna og ákvað að hvíla æfingar um helgina líka til jafna mig almennilega, var með dúndrandi hausverk næstum alla helgina, þannig að ég fann að það væri sennilega góð hugmynd að slaka aðeins á.

En mikið sem ég hlakka til að fara að taka á því í ræktinni aftur :)

Magga vinkona sem býr í Hveragerði bauð okkur í mat og það var ægilega notalegt. Eldaði kjúkling, franskar og sósu, einfalt og þægilegt fyrir matvanda fólkið, okkur Heiðar hehe. Í eftirrétt bakaði hún svo einhverja svakalega góða karmelluköku með ís og jarðaberjum. Ég hef sennilega þyngst um svona 2 kg í þessu matarboði, þetta var allt svo gott.

Elín Mist að spjalla við Ágústu Siv

Allir alveg sjúkir í litla barnið

Rúsínan sem var vakandi allan tímann að láta stjana við sig :) 

Maður verður nú aðeins að prófa :) 
Stelpurnar að perla á meðan eftirrétturinn var í vinnslu

Magga sæta með meistarastykkið sitt
Mmmmm þessi var lygilega góð!

Elín Mist sátt með kökuna :) 
Svo var laugardagurinn alveg fullskipaður líka. Við Elín Mist tókum smá rölt í Smáralindinni að kaupa afmælisgjafir og fengum okkur djús á Joe & the juice. Ég átti alltaf eftir að smakka þetta þar sem ég fékk ekki nammidag svo lengi. Elín fékk sér Iron Man og ég Sports juice. Rosalega gott :)Svo var brunað uppá Skaga og kíkt í barnaafmæli hjá börnunum hans Ragga bróður míns. Systkynin Nanna María og Sævar Emil eiga afmæli með 2ja vikna millibili sirka svo það var ákveðið að skella þessu bara saman í eitt afmælisboð. Mjög sniðugt. Þar var gætt sér á fullt af kökum og heitum réttum. Nammmmm....

Svo var farið í smá jólarúnt þegar við komum aftur í bæinn, í Ikea og Garðheima. Keyptum smá jólaskraut og svona, rosa stuð :) Við erum alveg byrjuð að skreyta heima og hlusta á jólalög og svona, soldið snemma í því, en það er nú allt í lagi svona einu sinni!! Svo var endað á að fara í Nammilandið í Hagkaup og farið heim að horfa á mynd með nammi í einni og kók í hinni.

Rennt sér í Ikea

Litlu börnin að leika sér :) 

Jólasveinninn var í Garðheimum
Ég þyngdist svona sirka um 10 kg um helgina!! hahaha mission næstu 2 vikurnar að ná þessu af mér áður en ég fer til Miami!!! :D


2 comments:

Anonymous said...

Ég þarf svo að fara að bjóða ykkur í mat
Kveðja
Rannveig

Rósa Soffía said...

Já Rannveig, endilega. Aldrei leiðinlegt að borða góðan mat með góðum vinum :)