Ég hef aldrei komist svona snemma í jólaskapið eins og núna í ár. Bara í byrjun nóvember klæjaði mig í puttana mig langaði svo að fara að hlusta á jólalög og skreyta heima. Við Elín ákváðum svo í síðustu viku að láta slag standa og sóttum jólaskrautið niður í geymslu og skreyttum. Verst að ég á svo lítið af skrauti að þetta er bara eitthvað smotterí, ekki næstum því jafn mikið og ég myndi vilja hafa. En við fórum svo öll fjölskyldan um helgina og versluðum okkur aðeins meira jólaskraut.
Þennan aðventukrans bjuggum við Heiðar og Elín til öll saman
Erum ekkert smá ánægð með útkomuna
Jólastjarna í stofuglugganum
Pakkadagatalið hennar Elínar - er byrjuð að kaupa í það :)
Á sunnudaginn þá bökuðum við stelpurnar á heimilinu piparkökur. Ég keypti bara tilbúið deig og glassúr í Ikea og það heppnaðist bara mjög vel. Stelpurnar flöttu út deigið og notuðu form til að búa til piparkökur og svo þurftu þær bara að vera í ofninum í 6 mínútur. Einstaklega þæginlegt. Svo höfðum við hvítan, grænan og rauðan til að skreyta og allir tóku þátt í því. Já, líka Heiðar :)
Flottar kökur :)
Jól í Hamraborg
Óskalitinn hennar Elínar fyrir Miami-ferðina
Núna eru 13 dagar í Miami!!! Við erum búin að sækja um ferðaheimildirnar á netinu svo við ættum að vera alveg gúd tú gó :) Við erum aðeins of spennt, hef aldrei farið svona erlendis í miðju skammdeginu, held það verði alveg ofur nice. Ég hef reyndar bara ekki farið neitt erlendis síðan ég fór í útskriftarferðina frá Bifröst til Mexico í ágúst 2008!!! (æji kommon, Danmörk telst ekki með sko!) Heldur betur kominn tími til :)
Ég lét hanna fyrir mig rosa flott jólakort með myndum af stelpunum okkar og er að fara að sækja þau úr prentun í dag. Þar sem við erum erlendis hálfan desembermánuð þá þurfti ég að vera soldið séð og vera extra tímanlega í þessu núna. Hlakka svo til að sjá þau tilbúin :)
Ætla að enda þessa jólafærslu á uppáhalds jólalaginu mínu:
No comments:
Post a Comment