Tuesday, November 26, 2013

Laufabrauðsdagur

Síðastliðinn laugardag var Laufabrauðsdagur í skólanum hennar Elínar (Kópavogsskóla) og 7.bekkur var með kökubasar og kaffisölu til að safna fyrir Reykjaskólaferðinni. Við Elín tókum að sjálfsögðu þátt í þessu, mættum með tvær tegundir af gotterí á kökubasarinn, bökuðum laufabrauð og stóðum vaktina í kaffisölunni. Þetta var rosalega skemmtilegt og krakkarnir náðu að safna um 80.000 kr, og fá þau sem tóku þátt í deginum að skipta upphæðinni á milli sín uppí ferðina. Það munar um allt. Mamma kom með okkur og hjálpaði okkur að baka laufabrauðið og svona, hefðum sennilega ekki getað það án hennar hehe. En þetta heppnaðist allt mjög vel í alla staði.

Þegar allt húllum-hæjið í skólanum var búið fórum við svo allar í Kringluna og vorum þar í einhverja 3 tíma að rölta um og skoða, versla gjafir og fleira. Ég kláraði næstum að versla í pakkadagatalið hennar Elínar (sendi hana í aðrar búðir á meðan), held ég eigi ekki nema 3 gjafir eftir. Býst nú við að kaupa þær bara úti :)

Ég bakaði Karmellu-Oreo-Sykurpúða Brownies sem ruku út á núll einni!!!
Rosalega girnilegar :) 
Bökuðum líka Mars-smákökur
Elín Mist að skera út laufabrauð
Við vorum ekki með rúllu-skera, svo við notuðum bara hníf og gaffall :) 
Mamma að steikja laufabrauð
Flott :) 
Elín að þurrka laufabrauðið 
Flott laufabrauð hjá okkur, vel heppnuð frumraun :) 
Elín Mist og bekkjarfélagi í kaffisölunni
Þessi elska er best <3 td="">

No comments: