Þessi kona heitir Andrea Brazier og er fitness keppandi. Hún hefur held ég alltaf sigrað þegar hún keppir, en eins og sjá má er stórmunur á henni þegar hún er að keppa ("on-season") og á milli keppna ("off-season").
Ég var að taka 90 mínútna brennslur á dag sex sinnum í viku í margar vikur fyrir mót, auk þess að lyfta 5 daga vikunnar, og að sjálfsögðu að borða kjúkling og brokkolí í nánast öll mál. Það gefur auga leið að þegar maður minnkar æfingarnar og bætir meiri kolvetnum í mataræðið að maður mun stækka. Maður þarf að gera raunhæfar kröfur til sjálfs síns og það er varla endir alheimsins þó svo að það sé eitthvað á manni sem hægt er að klípa í :)
Hérna er mynd af konu á keppnisdag og svo viku eftir keppni. Þessi mynd lýsir þessu mjög vel. Ég verð svona í bikiní-inu mínu á Miami eftir 7 daga :) hehe
No comments:
Post a Comment