Á föstudagskvöldið var jólahlaðborð hjá vinnunni minni. Það var haldið bara hérna í skrifstofuhúsnæði Pennans, í matsalnum á fyrstu hæðinni og Kokkarnir sáu um matinn. Þetta var ótrúlega flott kvöld í góðum félagsskap. Mætingin var alveg rosalega góð, það voru allavega um 110-120 manns sem skráðu sig, enda frír matur og drykkir í boði :) Ég fékk mér bara mat, gos og 1 rauðvínsglas, því ég þurfti að vera mætt í skólann til Elínar á laugardagsmorgninum kl. 10 til að baka laufarbrauð og standa vörðinn á kökubasar. Hún er í 7.bekk og þau eru að safna fyrir Reykjaskólaferðinni. Ég var sennilega komin heim um hálf 11 leytið um kvöldið. Þá skellti ég mér nú bara í kósýgallann og bakaði eina sort fyrir kökubasarinn. Það sem maður leggur á sig fyrir þessi börn :)
|
Ég og Ragga mættar |
|
Það sem ég fékk mér af kalda hlaðborðinu (ég er svakalega matvönd) |
|
Það sem ég fékk mér af heita hlaðborðinu |
|
Það sem ég skildi eftir af heita hlaðborðinu hehe (alltof mikil fita á kjötinu fyrir minn smekk) |
Ég náði ekki mynd af eftirréttinum því það var orðið svo dimmt í salnum þá, og myndavélin á símanum mínum er ekki nógu góð til að taka myndir í myrkri. En það var allavega súkkulaðikaka með vanillukremi í eftirrétt :)
|
Vinnnustaðahrekkur - allt skrifborðið hans Borgars fært á klóið :) |
|
Hahahaha þetta er alltof mikil snilld |
|
Alltaf nauðsynlegt að smella í eina sjálfsmynd þegar maður fer á klóið :) |
|
Pakkadagatalið hennar Elínar að verða tilbúið :) |
No comments:
Post a Comment