Pages

Friday, November 29, 2013

3 dagar

Núna eru bara 3 dagar þangað til við Heiðar leggjum í hann til Miami!!! Við eigum ekki flug fyrr en kl 17:10 á mánudaginn, þannig að ég ætla að mæta um morguninn í brennslu og vinna svo fyrir hádegi, svo að maður verði nú pottþétt alveg uppgefinn í fluginu. Nenni ekki að vera eldhress og vakandi allan tímann í 8 tíma flugi!! Í kvöld ætla ég að stútfylla ipodinn minn af tónlist og spjaldtölvuna mína af þáttum, bæði fyrir flugið og ferðalagið. Það verður nú örugglega alveg nice að liggja í sólbaði í 25-28 stiga hita með gömlu góðu íslensku jólalögin í eyrunum. Öðruvísi, en skemmtilegt.

Ég byrjaði að pakka niður í gærkveldi, setti bara það sem ég veit að ég er ekki að fara að nota næstu 3 daga, eins og bikini, kjóla, stuttbuxur, leggings og hlýraboli. Svo verður maður að taka eitthvað af hlýrri fötum með sér líka þar sem það gæti nú alveg komið rigning eitthvað.....maður veit aldrei. Annars ætlum við að reyna að taka sem minnst með okkur, svo að við getum verslað meira úti :)

Fáránlega léleg mynd - en þetta er taskan mín í gær þegar ég var að pakka niður hehe :) 
Um helgina er svo smá dagskrá, þurfum að gera ýmislegt áður en við förum út, enda verðum við í 12 daga, akkúrat í jólaundirbúningnum. Á morgun er Edda að fara að koma í bæinn og við ætlum að taka æfingu saman. Það er svo langt síðan það gerðist, sirka 1 og hálft ár síðan. Er þvílíkt spennt fyrir því!! Ætlum að rifja upp gamla tíma í Sporthúsinu, en fyrir svona 5 árum síðan þá æfðum við saman í Sporthúsinu uppá hvern einasta dag!! Við ætlum að taka axlir og rass....sem eru uppáhalds vöðvahópar okkar beggja til að æfa, vei :) Eftir æfinguna ætlum við svo að kíkja í lunch með allan krakkaskarann....

Jólaball Pennans er líka um helgina og ætlum við Heiðar að mæta með stelpurnar okkar. Sú stóra hefur kannski ekki eins mikið gaman af því eins og sú litla, en þetta er eitthvað svona fjölskyldudæmi finnst manni, það verða bara allir að mæta :)

En það er mjög erfitt að hugsa um svona hversdagslega hluti núna, því hugurinn minn er bara þarna:


No comments: