Thursday, March 7, 2013

Veikindi

Núna er ég búin að vera heima frá vinnu og æfinga í 3 daga vegna veikinda. Er að verða komin með legusár, er búin að liggja og sofa svo mikið. En ég er öll að koma til núna í dag og get eiginlega ekki beðið eftir að geta mætt til vinnu og í ræktina á morgun, öll úthvíld og endurnærð (ég vona allavega að ástandið á mér verði þannig).

Ég fékk nýtt æfingaplan í byrjun vikunnar sem ég verð þá að taka soldið eftir áætlun til að byrja með. Þetta er 5 daga plan sem ég fékk hjá Ranný og Guðrúnu, en ég skráði mig í fjarþjálfun hjá þeim. Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt til að reyna að finna hvað hentar mér best. Ég veit allavega að ég vil hafa aga og eftirfylgni, ég er greinilega ekki alveg nógu hörð við mig sjálf (hérna er ég að tala um mataræðið) til að fara eftir mínu eigin plani heheh. Eftir fyrstu heimsóknina mína til þeirra fannst mér þetta allavega lofa góðu. Hlakka til að sjá hvernig þessi fyrsti mánuður fer og hvort þeir verða svo fleiri eftir það.

Smá quote sem mér finnst skemmtilegt :) 

The body achieves what the mind believes - þetta er svo satt!! :) 
Ég hef aðeins verið að gramsa inná facebook svona inná milli svefns síðustu daga og fann tvær ungar fitness stelpur sem eru hrikalega flottar og klárlega stelpur sem eiga eftir að gera það gott í þessu sporti.

Önnur þeirra er rétt svo 17 ára og heitir Katia Callegari. Hún hefur keppt tvisvar og var ekki nema 16 ára þegar hún vann figure flokk á NSABBA móti árið 2012. Á hinu mótinu sem hún hefur keppt á lenti hún í fjórða sæti. Hún er að undirbúa sig fyrir sitt þriðja mót núna, sem er eftir einhverjar 4- 5 vikur. Hún er með like síðu á facebook hér

Katia Callegari

Katia í ræktinni
Hin stelpan er sænsk, hún heitir Sophie Arvebrink og er tvítug. Hún segist sjá um alla sína þjálfun sjálf og er að bjóða uppá einkaþjálfun í gegnum facebook síðuna sína. Hún er líka hrikalega flott.

Sophie Arvebrink.

No comments: