Thursday, March 7, 2013

Æfing heima

Þar sem ég var orðin hress af flensunni í dag þá gat ég ekki beðið eftir að taka æfingu. Vildi samt ekki taka langa æfingu, heldur bara eitthvað stutt og laggott. Svo ég nennti ekki að fara að dressa mig upp og fara út til að taka einhverja stutta æfingu, svo ég ákvað bara að taka æfingu hérna heima. Setti músík á og útbjó litla skemmtilega æfingu með smá upphitun. Tók mig rúmlega 28 mínútur að klára æfinguna og ég var þvílíkt sveitt og sæl eftirá.


Tek svo alvöru æfingu á morgun! Get ekki beðið :) 

No comments: