Ég náði ekki að horfa á Bikini International fyrr en á sunnudeginum. Úrslitin voru á laugardagskvöldi (nóttu á okkar tíma), en þegar ég vaknaði á sunnudeginum þá byrjaði ég á því að kveikja á webcastinu, fyrst prejudging og svo úrslitin, þannig að ég var ekki búin að sjá eða heyra neitt um nein úrslit. Það var mjög augljóst strax að baráttan væri á milli Nicole Nagrani, Nathalia Melo og India Paulino, það fór ekki á milli mála. Enda eru þær lang oftast að skipta á milli sín efstu þremur sætunum. Nicole hefur til dæmis ALDREI lent neðar en 3ja sæti í neinni keppni sem hún hefur keppt í, það er náttúrulega ótrúlegur árangur og mjög fáir sem geta sagt það.
En úrslitin fóru svona:
Þannig að þarna sést að India Paulino tók fyrsta sætið, Nathalia Melo annað sætið og Nicole Nagrani það þriðja. Ég veit ekki alveg með Indiu, hún hefur aldrei verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér. Hún er að sjálfsögðu þrusuflott og allt það, en ég hef séð nokkur æfingamyndbönd með henni og það er bara eitthvað við hana sem ég fíla ekki alveg. Manni líður bara alltaf eitthvað svo kjánalega að horfa á myndböndin hennar, hún virðist hugsa meira um að hárið sitt sé í lagi og þess háttar, heldur en æfingarnar. En hún fékk alveg stóran plús í kladdann hjá mér eftir að hún vann og Arnold sjálfur kom inná sviðið að óska henni til hamingju og hún gaf honum high five. Mjög flott múv hjá henni.
Myndir af topp 6:
|
India Paulio 1. sæti |
|
Nathalia Melo 2. sæti |
|
Nicole Nagrani 3.sæti |
|
Yeshaira Robles 4. sæti |
|
Jessica Paxson 5. sæti |
|
Jamie Biard 6.sæti |
|
Flottur hópur :) |
Þetta var ótrúlega flott keppni og mjög hörð. Þær voru náttúrulega allar í fanta formi og sést það vel ef maður skoðar myndir af Ashley Kaltwasser hversu hörð samkeppnin var. Hún kom í hrikalegu formi og með mjög flotta og fágaða sviðsframkomu, en endaði í 10. sæti!!! Hún á eftir að ná langt í þessu sporti, ég efa það ekki. Ein af mínum uppáhalds í dag :)
|
Ashley Kaltwasser |
Svo vorum við Íslendingar með tvo fulltrúa í Amateur flokkunum. Sara Heimis lenti í 3ja sæti í Figure flokk og svo var Sylvia Navarez að keppa í bikini flokknum, og hún komst áfram í top 15, en svo ekki í top 10, sem er alveg ótrúlegt miðað við formið á henni og sviðsframkomu. Ég veit ekki hvernig hinar hafa litið út sem hún keppti við, en það hlýtur að hafa verið eitthvað svakalegt form á þeim.
|
Sylvia þarna fyrir miðju í svörtu bikini |
No comments:
Post a Comment