Friday, March 1, 2013

Árshátíð

Á morgun er árshátíð Pennans. Ég hlakka alveg frekar mikið til. Hugsaði vel og lengi um það hvort ég ætti að kaupa mér nýjan kjól, eða bara nota einhvern oldie.....komst svo að þeirri niðurstöðu að mig langaði í nýjan. Svo ég fór á stúfana og fann mér einn. Var nú ekki lengi að því, þetta var annar kjóllinn sem ég mátaði. Keypti hann í Dúkkuhúsinu á 10 þúsund kalla.


Ég er svo alveg í stökustu vandræðum með hárið á mér! Hef bara ekki hugmynd hvað ég á að gera við það. Ég vil ekki setja það allt upp, en heldur ekki hafa það allt niðri. Ég nenni ekki að krulla það....svo þetta er bara eintómt vesen. Vildi að ég ætti vinkonu sem væri hárgreiðslusení og gæti gert mann fínan fyrir svona viðburði. Eitthvað svona væri ég til í:
Ég á líka bókina "Hárið", ætla að flétta í gegnum hana og athuga hvort ég sjái eitthvað sem þumalputtarnir mínir gætu ráðið við.

Annars er bara kósý dagskrá á morgun. Vakna og fara í gymmið um 10 leytið. Nudd kl 13. Kíkja í ríkið og kaupa mér nammi. Smá tjill heima áður en ég fæ mér rautt í glas og fer að taka mig til. Mæta í fordrykk kl 18. Þetta verður frábært :)

No comments: