Saturday, March 9, 2013

Prótein muffins

Það er alveg tilvalið að skella sér í tilraunastarfsemi í eldhúsinu á laugardögum! Ég skellti í prótein-muffins, hef hugsað um það svo lengi og lét loksins vaða. Ég er svo lélegur bakari að ég ákvað að hafa þetta eins einfalt og mögulega væri. Ég hélt að þetta myndi bara verða ein muffins, en það endaði með að þetta voru þrjár. Þannig að þetta er rosa sniðugt sem morgunmatur og fá sér eina svona muffins og svo eitthvað annað með :) 

Uppskrift: (allt hrært saman með handþeytara)
1/3 bolli haframjöl
3 eggjahvítur
1 teskeið stevia
1 teskeið kanill
1 teskeið lyftiduft

Bakað í ofni á 220 í 12-15 mín sirka

Ég setti svo ogguponsu hunangog smá meiri kanil yfir og útkoman var NAMMINAMM! Þetta bragðaðist eins og svindlmáltíð, svo gott var þetta :)

Mæli með þessu.

No comments: