Pages

Tuesday, March 12, 2013

Þriðjudags

Ætla að byrja þessa færslu á að deila með ykkur uppáhaldslaginu mínu núna. Ég veit ekki hvað það er við þetta lag, en ég bara ELSKA það. Búin að vera með það á repeat núna í kvöld! Ég hef aldrei verið neinn sérstakur Pink aðdáandi, en mér finnst hún frábær í þessu lagi, og svo er söngvarinn í Fun. með svo einstaka og flotta rödd, sem grípur mann alveg :) Endilega hlustið á lagið. 




Í gærkveldi var ég ekki með neitt internet því ég var að skipta aftur frá Tal yfir í Símann. Ég færði mig í október í fyrra frá Símanum yfir í Tal því þeir voru að bjóða mér ódýrara verð fyrir sömu þjónustu, en svo fékk ég seðilinn í heimabankann fyrir janúar mánuð og hélt ég yrði ekki eldri. Þá voru þeir bara búnir að gera fullt af verðhækkunum, meðal annars var ég rukkuð um 2090 kr fyrir heimasímann minn, sem er btw ekki í notkun, og ekki einu sinni tengt við hann neitt símtæki. Bara mánaðargjald til að halda númerinu. 2090 kr í 12 mánuði gera rúmar 25.000 kr á ári, ég var ekki lengi að segja upp og skipta aftur yfir í Símann. Í næstu viku fæ ég svo ljósnetið :)

Já það sem ég ætlaði sem sagt að segja var að ég var netlaus í gærkveldi, og nýtti tímann í að taka eldhúsið mitt alveg í gegn. Reif allt úr skápum og endurraðaði gjörsamlega. Eldhúsið mitt er svo fallegt núna!! :) Tek kannski myndir og sýni ykkur í vikunni. Ótrúlega nice bara að hafa ekkert net og hugsa aðeins um heimilið sitt, ég geri sko klárlega ekki nóg af því. Þríf bara þegar sólin skín og ég sé hvað er skítugt hjá mér hehehe, mér finnst heimilisstörf svo hrikalega leiðinleg. En nauðsynleg engu að síður......það er víst.

Ég vildi óska þess að ég gæti tekið alla íbúðina mína í gegn og keypt mér allskonar flott húsgögn og skrautmuni, ég er með svo mikið samansafn af húsgögnum sem ég hef fengið gefins hér og þar, tími eiginlega aldrei að kaupa mér neitt sjálf hehe. Einn daginn fer ég í þetta verkefni, það er klárt mál :)

No comments: