Friday, March 22, 2013

Kannski hætt

Er búin að vera að velta smá fyrir mér hvort ég ætti kannski að hætta að blogga. Ég er aldrei að segja neitt merkilegt hérna svo sem heheh, finnst bara oft gott að fá útrás fyrir þessari tjáningaþörf minni og skrifa um það sem ég hef áhuga á. Heimsóknir á síðuna mína hafa líka minnkað töluvert, svo ég lít bara á það sem merki um nú sé kominn tími til að hætta í....í bili allavega. Ég hef verið að blogga síðan árið 2005 svo ég vil nú ekki segja að ég sé alveg hætt. Mér þykir mjög vænt um bloggið mitt og skoða oft gamlar færslur og rifja upp gamla tíma, svo ég mun aldrei tíma að loka þessari síðu.

Þetta kemur allt í ljós bara, en eins og er þá ætla ég að kveðja í bili.
Takk fyrir að lesa :)


No comments: