Pages

Friday, March 15, 2013

Mottumars og Júró

Í dag er motturmars dagurinn og ákváðum við kvensurnar á skrifstofu Pennans að mæta allar í vinnuna í skyrtum, með bindi, mottu eða hatt eða eitthvað í þessum dúr í tilefni þess. Strákunum fannst þetta alveg ægilega gaman og vildu endilega taka myndir af okkur öllum í múnderingunum, sem var nú bara stuð. Sumir vildu svo endilega fá að vera með á myndunum. Í lok dagsins þökkuðu þeir okkur svo fyrir með því að gefa okkur öllum eina bleika rós. Ótrúlega sætir :) I love my job! (það er alltaf hægt að smella á myndirnar til að sjá þær betur)



 Svo var annað skemmtilegt sem gerðist í dag, en Júróvision framlag Íslendinga var afhjúpað. Sem sagt myndbandið og lokaútgáfan á laginu. Það kom mér pínulítið á óvart að lagið skyldi vera á íslensku, en ég er samt ótrúlega ánægð með það. Mér finnst þetta æðislegt lag og það var hlustað á það alveg nokkrum sinnum í vinnunni í dag :) Einnig finnst mér myndbandið mjög flott, og er eiginlega mjög hissa á tvítunum sem eru búin að vera í gangi um að það sé svo óljóst um hvað þetta myndband snýst. Halló fólk!!! Það gæti ekki verið skýrara! Litlu stígvélin í bátnum......þegar hann sker sig og rifjar upp þegar hann setti plástur á ó-ó á litlum fingri.....þegar hann kemur uppúr sjónum og skoðar teikninguna, honum líður illa en ákveður að yfirstíga erfiðleikana, því hann á líf, vegna þessa litla einstaklings :) En kannski er ég bara að misskilja þetta allt saman, hver veit ;)  Hér er hægt að horfa á myndbandið (ég trúi nú samt eiginlega ekki öðru en að það séu allir lööööööngu búnir að sjá það) hehe

No comments: