Wednesday, February 27, 2013

Bikini International

Arnold Sport Festival er haldið um helgina í Colombus Ohio og er þetta eitt af stærstu fitness og vaxtarræktarmótum heimsins í dag. Hér er slóðin á síðuna sem segir til um hvað er að gerast og hvenær, svo er um að gera að leita sér af streami þegar nær dregur. Ég veit ekki með amateur keppnina (held það séu tvær íslenskar að keppa í amateur keppninni), en í fyrra horfði ég á pro keppnina live og það var svo gaman. Í þessum pro flokkum þarna úti þá er þetta fólk búið að vera að vinna hörðum höndum að því allt árið að bæta formið sitt og er mætt til að vinna! Enda flott peningaverðlaun í boði þarna og þetta fólk er líka með alvöru sponsa á bak við sig.

Mér finnst langskemmtilegast að fylgjast með Bikini International. Enda þekki ég orðið flest öll nöfnin þar og það er sá flokkur sem mig dreymir um að komast í (dream big!!). Ég skal láta linkinn hérna inná streamið þegar og ef ég finn hann, og ef ég næ að horfa á þetta sjálf, þar sem ég er að fara á árshátíð á laugardaginn höhömm. Pro keppnin er nefnilega á laugardaginn, á Ohio tíma kl 2 er forkeppnin og úrslitin kl 7. Ég man ekki alveg hvernig tímamismunurinn er þarna, þarf að skoða þetta aðeins. Annars held ég að það sé svo hægt að horfa á þetta líka daginn eftir. En það er náttúrulega skemmtilegra að horfa á þetta áður en maður veit úrslitin, til að spá og spekúlera um hvernig þetta muni fara.

Þetta eru stelpurnar sem keppa í Bikini International 2013:

Ashley Kaltwasser

Anna Virmajoki

Abbie Burrows

Jennifer Andrews

Jamie Baird

India Paulino

Jessica Paxson

Marcela Tribin

Lexi Kauffman

Lacey DeLuca Lieto

Nicole Nagrani

Noy Alexander

Nathalia Melo

Yeshaira Robles

Tiffany Boydston

Tawna Eubanks
Mínar uppáhalds eru Ashley Kaltwasser, sem einmitt vann sér inn Pro-cardið með því að vinna Arnold Amateur í fyrra, hin finnska Anna Virmajoki, Nicole Nagrani sem vann Bikini International árið 2011 og svo auðvitað Natalia Melo sem er núverandi Miss Bikini Olympia. Finnst reyndar Abbie Burrows hrikalega flott líka. Eða þær eru reyndar allar mjög flottar að sjálfsögðu, en þetta eru svona þær sem ég fylgist mest með og held þar af leiðandi með!! :) Þetta á eftir að vera hörkukeppni, myndi ekki vilja dæma þetta. 

Hver finnst þér flottust?  

1 comment:

Anonymous said...

Get ekki bara velið eina finnst þær allar geggjað flottar!! En hérna eru þær fjórar sem ég valdi samt hehe.

Ashley Kaltwasser

Abbie Burrows

Tiffany Boydston

Nathalia Melo


Kv.
Lilja ;)