Tuesday, February 26, 2013

Útivera

Ég og Elín Mist erum farnar að fara soldið í göngutúra á kvöldin og ég verð bara að segja að það er ótrúlega gott. Það er ekki nóg með að við fáum ferskt loft og hreyfingu, heldur er það líka rosalega uppbyggjandi fyrir samband okkar mæðgna, þar sem við spjöllum saman um heima og geima á göngunum okkar án allra truflana frá umheiminum. Ekki það að samband okkar hafi ekki verið gott fyrir, en ég held að þetta sé eitthvað sem allir foreldrar ættu að gera með börnunum sínum.

Elín Mist á einni göngunni okkar
Svo fór ég út að skokka í gær. Er búin að hugsa það soldið á meðan ég hef verið að ganga með Elínu að ég væri alveg til í að skokka. Væri gaman að geta skokkað 10 kílómetra án þess að deyja. Svo ég skellti mér í hlaupaskónna í gærkveldi og gerði mér lítið fyrir og fór 5,3 km og það var ekki einu sinni það erfitt!! Fór upp Himnastigann og allt, þurfti reyndar að ganga smá spöl til að jafna mig eftir að hafa hlaupið upp hann allan, en svo bara hélt ég áfram að hlaupa. Þetta tók mig 40 mínútur. Það er nú enginn vinningstími, en fyrir manneskju sem hleypur aldrei þá hlýtur það að vera ágætt :)

Ég sótti app í símannn minn sem heitir "RunKeeper" og þar fær maður allar upplýsingar um vegalengdina, tímann, kaloríurnar, hæðirnar og allt sem maður hleypur. Í lokin fær maður samantekt með korti sem maður getur svo látið birta á facebook. Á meðan á hlaupunum stendur þá talar líka forritið við mann og tilkynnir manni á 5 mínútna fresti hversu langt maður er kominn og hveru lengi maður er með einn kílómeter að meðaltali, það er mjög hvetjandi. Ég til dæmis tók smá aukahring í gær því ég vildi komast uppí 5 km. Mæli með þessu forriti fyrir þá sem fara út að skokka/hlaupa/ganga. Gaman að geta fylgst með þessu, gefur manni smá auka hvatningu.

No comments: