Á laugardaginn vaknaði ég og fór í Hot Yoga í World Class Egilshöll, sem var nú bara alveg þokkalega nice. Þetta var 90 mínútna tími, sem mér finnst aðeins of mikið í svona rólegheitum, var farið að leiðast soldið í lokin. Ég held að 40-50 mín væri alveg nóg fyrir mig í Hot Yoga. Eftir það sótti ég Elínu heim og við kíktum aðeins í Smáralindina og röltum þar um. Fengum okkur ávaxtafrappó í te og kaffi og skoðuðum vísindastöff sem var hér og þar um Smáralindina.
Skruppum aðeins saman..... |
Mér var svo boðið í bíó í gærkveldi á myndina The Impossible. Ég verð að segja að þetta er ein besta mynd sem ég hef séð lengi. Ísdrottningin ég felldi meira að segja tár!!! Rosalega átakanleg mynd sem ég mæli með að allir horfi á. Fær mann alveg til að hugsa um og meta það sem maður hefur. Er reyndar frekar hissa að sjá að myndin fær bara 7,6 á imdb....en það er bara þannig. Mér fannst hún góð :)
Úr atriði í myninni eftir að flóðbylgjan skall á |
Í dag er konudagur og tilkynnti dóttir mín mér það að henni langaði til að baka fyrir mömmu sína í tilefni dagsins. Að sjálfsögðu leyfði ég henni það og úr varð þessi fína blauta súkkulaðikaka! Ég veit ekki hvaðan hún Elín hefur þessa bökunar-hæfileika, klárlega ekki frá mér, það er alveg á hreinu. Hún er bara snillingur í eldhúsinu (sem og annarsstaðar reyndar).
Skvísan mín að baka fyrir mömmu sína :) |
Hádegismaturinn minn fyrir morgundaginn, frekar girnó :) |
Mánudagur á morgun. Ég ELSKA mánudaga! Tabata á slaginu 06:05 í Reebok, ekki hægt að byrja vikuna betur :)
No comments:
Post a Comment