Pages

Monday, February 18, 2013

Sumarbústaður

Ég vildi að maður gæti farið í sumarbústað allar helgar!! Þetta er svo notalegt að það nær engri átt ;)

Sumarbústaðurinn er að Minniborgum og ég var komin þangað á undan stelpunum á föstudeginum. Var búin að ganga frá öllu, koma mér í kósýgallann, elda og borða kvöldmatinn minn áður en þær mættu á svæðið. Þá tók nú bara heljarinnar kósýheit við. Það var horft á sjónvarpið, smá vídjó líka, spilað scrabble, farið í pottinn, borðað mat og fullt fullt fullt af nammi en það sem við gerðum mest af var að spila þriggja manna Kana. Meiriháttar! Ég er svo mikill spilafíkill, get spilað alveg útí eitt. Hérna eru nokkrar myndir frá helginni:

Vorum svo heppnar með veður á laugardeginum, fengum smá sólarglætu akkúrat þegar við fórum í pottinnn. En það er varla frásögu færandi að ég og Lilja skelltum okkur á æfingu á laugardeginum. Fórum eftir að hafa melt morgunmatinn okkar í Íþróttamiðstöðina á svæðinu og tókum vel á því. Æfingasalurinn er sirka 6 fermetra svalir beint fyrir ofan íþróttasalinn. Það vildi svo skemmtilega til að það var lúðrarsveitaæfing einmitt þegar við vorum þarna svo að við fengum live music á meðan við tókum á því, frekar spes, en engu að síður mjög áhugavert :) Þrátt fyrir skort búnaði og lítið pláss, þá tókum við alveg hrikalega á því!!! Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi, það er klárt mál.
Úrslitin úr spilamennskunni á laugardagskvöldinu

Leiddist smá á meðan stelpurnar lögðu sig (þá var ég búin að leggja mig....)
 Þá er bara að spíta í lófana núna eftir sukk helgarinnar!! :)

No comments: