Ég elska að kaupa mér ný föt í ræktina. Það er svo extra gaman að fara á æfingu í glænýjum fötum, alveg æðislegt bara. En æfingaföt kosta alveg milljónkall hérna heima svo maður er alveg hættur að tíma því. Fann reyndar ágæta hettupeysu í Sports direct um daginn og fínan bol á útsölu í Útilíf, en annars hef ég ekki keypt æfingaföt heillengi, fyrir utan bara notuð sem einhver er að losa sig við. Í fyrra keypti ég líka af þessari síðu hér og var þvílíkt ánægð með. Keypti mér kvart æfingabuxur og svartan "I love being in shape" bol, nota þessi föt mjög mikið og þau eru mjög góð. Samtals borgaði ég um 6000 kr fyrir fötin og svo tæpar 2000 kr í sendingakostnað þegar til landsins kom, svo samtals gerir það 8000 kr. Ég fæ ekki einu sinni æfingabuxur hér heima fyrir 8000 kr, svo ég mæli hiklaust með þessu. Næst þegar ég panta föt erlendis frá þá ætla ég að panta eitthvað af þessu, mig langar í þetta ALLT!!! (sokkarnir fást reyndar á bodybuilder.is)
No comments:
Post a Comment