Friday, February 15, 2013

Kósý helgi framundan

Um helgina er förinni heitið með tveimur vinkonum mínum í sumarbústað að Minniborgum. Erum alveg hrikalega spenntar að fá kósý helgi saman þar sem dagskráin mun sennilega mest megnis samanstanda af áti, svefni, dvd glápi, spilamennsku og slúðri...mmmmm hljómar svo hrikalega vel :) Mun reyna að taka einhverjar myndir til sönnunar.

En áður en lagt verður í hann þarf ég að fara í Bónus og kaupa mat, taka bensín og skella mér á fótaæfingu. Ætla að taka þetta hér, sem er æfing stolin frá Michelle Brennan Bikini Pro. Kannski mun ég þurfa hjólastól í sumarbústaðnum til að koma mér á milli herbergja.....


Í gærkveldi fór ég með vinnunni minni á Mið-Ísland. VÁ hvað ég hló mikið!!! það komu tár á tímapunkti. Ari Eldjárn alveg hrikalega góður og Björn Bragi líka, það kom mér eiginlega á óvart hvað hann var góður. Hélt ég yrði ekki eldri þegar hann var að segja "Bíum bíum bambaló" brandarann....jesús!!

En það er nú varla frásögu færandi að mér tókst að kveikja í hárinu á mér í hlénu!! Við stóðum við barborð þar sem voru sprittkerti í litlum stjökum á og við vorum nýbúin að vera að færa stjakana til því okkur fannst þeir óþægilega nálægt og einmitt í hættulegri hæð....svo hef ég greinilega eitthvað fært mig úr stað því allt í einu byrjar bara samstarfskona mín að berja á mér hárið til að slökkva eld! Það kom alveg þvílíkur FNYKUR og maður heyrði hárið sviðna.....þetta var sko ekki skemmtilegt tilfinning. En þar sem þetta voru svo bara sirka þrjú hár (og ég má nú alveg við því) og engin föt skemmdust eða neitt þá gat maður alveg hlegið að þessu. Aumingja fólkið sem sat við hliðiná mér eftir atburðinn....ég gjörsamlega angaði af brunalykt!! Stuð í þessu :)

En ég býð ykkur öllum þá bara góðrar helgi, gangið hægt um gleðinnar dyr ;)

No comments: