Pages

Monday, February 11, 2013

Leti

Já ég er búin að vera óskaplega löt alla síðustu viku....veit ekki af hverju, kom bara yfir mig eitthvað rosalegt slen. Átti erfitt með að vakna á morgnanna, nennti ekki á æfingu, nennti ekki að fylgja eftir matarplaninu, nennti ekki að þrífa, já ég bara varla nennti neinu. Ég reyndi þó eins og ég gat og mætti nú í ræktina flesta dagana og fylgdi matarplaninu svona 70% af vikunni....en mikið er samt leiðinlegt að fá svona leti yfir sig. Ég kann ekki vel við þá tilfinningu.

En svo vaknaði ég á laugardeginum alveg hin allra hressasta. Mætti í 90 mínútna Eurovision spinning í Reebok og það var svo óóógeðslega gaman!! Ég kunni öll lögin utan af, og skammaðist mín ekkert fyrir það hehe :) Ég þreif íbúðina hátt og lágt og fór með Elínu og vinkonur í Kolaportið og útað borða.

Anna, Valdís og Elín á Serrano í góðum gír! Besti skyndibitinn :)
Ég byrjaði aftur í Pole fitness í síðustu viku. Keypti mér námskeið á 4.500 kr á Nýkaup.is og þetta er voða gaman. Er á þriðjudögum og fimmtudögum á byrjendanámskeiði.Ég fór líka á byrjendanámskeið fyrir ári síðan, svo maður er ekki alveg að byrja á núlli, en samt svona næstum því. Gat þó farið á hvolf alveg í fyrsta tímanum og náði svona flestum snúningunum líka. Maður varð að sjálfsöðgu allur alveg marin og blár eftir fyrstu tímana, þvílíkt gaman.
Ég í Pole fitness í fyrra :)
Svo er bara kominn mánudagur!! Mér finnst mánudagar æðislegir :) Vaknaði hel fersk í morgun um fimm leytið og var mætt í ræktina kl 05:40, fyrst á svæðið!! Það er reyndar auglýst að það opni kl 05:50, en oftast er nú starfsfólkið mætt fyrr og búið að opna, sem hentar mér mjög vel, því ég er oft mætt fyrir þann tíma :)

Tómur salurinn kl 05:40 í morgun
 Ég ætla að vera dugleg að blogga í þessari viku, ein færsla á dag, kemur skapinu í lag :D

Eigið gleðilegan mánudag, og gleðilegan bolludag þið sem ætlið að fá ykkur svoleiðis. Ég fékk mér bollu í gær og ætla að láta það duga :)

No comments: