Monday, February 11, 2013

Nýtt - TV shows

Ég byrjaði að horfa á tvenna nýja þætti um helgina. Aðrir þeirra eru reyndar ekki nýjir, en ég var að uppgötva þá bara fyrst núna. Það eru þættirnir Community og núna var að byrja 4. sería. Ég er búin að horfa á fyrstu 4 þættina í seríu 1 og finnst þeir lofa mjög góðu. Fullt af skemmtilegum karakterum og góður húmor. Þættirnir eru um nokkra ólíka einstaklinga sem ganga í "community college" og kynnast undir frekar óhefðbundnum kringumstæðum. Þættirnir fá 8,8 á imdb, sem er þrusu gott :)

Community - leikararnir 
Hinir þættirnir sem ég byrjaði að horfa á heita The Following með engum öðrum en sjálfum Kevin Bacon í aðalhlutverki. Horfði á fyrstu 2 þættina um helgina og þeir eru fáránlega góðir. Ég með mitt litla hjarta var samt fekar hrædd á köflum og hrökk vel við í nokkrum atriðum líka, en það er nú bara gaman :) Þættirnir fjalla um fjöldamorðingja sem sleppur úr fangelsi til þess að klára það sem hann hafði byrjað á áður en hann fór inn, og til þess að gera slíkt hefur hann safnað saman hinu ólíklegasta "liði" með sér. Kevin Bacon leikur rannsóknarlögregluna sem vinnur að því að uppljóstra þetta lið. Þættirnir fá 8,2 á imdb.


Svo er ég núna að fara að horfa á nýjasta Walking dead þáttinn, en þeir eru búnir að vera í pásu síðan í lok nóv eða byrjun des (man ekki alveg) og þeir enduðu alveg grííííðarlega spennandi svo ég er búin að bíða alveg þvílíkt eftir þessum þætti, get ekki beðið!!! Stefnir í gott kvöld :)

No comments: