Monday, February 4, 2013

I work out

Það er extra skemmtilegt að mæta í ræktina þegar maður á ný æfingaföt! Fann æðislegar buxur í fitness grúppunni á facebook sem ég keypti notaðar og svo á útsölu í Útilíf fann ég bleikan krúttlegan bol. Var ótrúlega dugleg að æfa um helgina og skellti mér svo líka í 80 mín nudd hjá henni Evu hjá Nuddmeðferðir og fegrunarmeðferðir. Hún er frábær, mæli með að þið kíkið á hana.
Nýju æfingabuxurnar - bara flottar!!
Bleikur :)

Er svo dugleg að versla við protin.is að ég er alltaf að fá fleiri og fleiri brúsa hjá þeim hahaha

Í gærkveldi eyddi ég 1 og hálfum tíma í eldhúsinu að undirbúa mat fyrir vikuna. Mér finnst fátt leiðinlegra en að elda, svo mér finnst fínt að nýta bara eitt kvöld í þetta og þurfa þé ekki að elda neitt meira það sem eftir er vikunnar. Þetta ætti að koma mér nokkuð langt :)

Nokkrir matarskammtar :)
Uppgötvaði það í gær að ég var orðin marin eftir nuddið, svo vel var tekið á mér (og svo miklar hafa bólgurnar mínar verið, enda fann ég vel fyrir því í nuddinu)

Mygluð í kósý hjá mömmu og pabba á SkaganumNo comments: