Thursday, February 14, 2013

Breytingar

Mig langaði til að breyta blogginu mínu aftur í fyrra form. Fannst svo leiðinlegt að þetta nýja look sem blogspot var að bjóða upp á var ekki með möguleika á að fólk gæti lækað hjá manni færslurnar nafnlaust. Sem sagt það var bara möguleiki fyrir hendi að læka þannig að það var tengt við facebook. Þeir sem skoða blogg yfir höfuð, skoða venjulega fleiri en eitt, og maður vill ekki að það séu að birtast endalaus læk á veggnum hjá manni og news feedinu hjá öllum vinum manns, svo oft sleppir maður því að læka. Ég les sjálf mörg blogg en læka ekki næstum því alltaf, einmitt út af þessu. En þegar það er hægt að læka eða gefa einhverskonar feed back alveg nafnlaust og enginn sér hver á hvaða læk þá er það allt annað mál.

Svona lítur þessi möguleiki út á nýja útlitinu hjá mér: 


Þetta birtist neðst við hverja færslu og ég býð uppá mögleikana "like", "more" og "less". Og með því að velja þessa hnappa þá er það algjörlega nafnlaust. Ég sjálf sé bara það sama og aðrir, sé ekkert hver hakar í hvaða hnapp. En ég valdi að hafa möguleikana "more" og "less" með svo fólk geti látið mig vita hvort það vilji meira af svona færslum eða minna, þannig að ég geti þá skrifað meira um það sem fólki finnst skemmtilegra að lesa um hjá mér :)

No comments: