Monday, February 4, 2013

Ég á líf

Mikið var ég ánægð með úrslitin í Júróvision. Mér fannst þetta lag æðislegt frá fyrstu hlustun (ásamt Magna-laginu) og gæti því ekki verið sáttari með þetta. Held þetta gæti líka orðið hrikalega flott með enskum texta.


Ég horfði á keppnina heima hjá mömmu og pabba á Skaganum, en ég fór þangað á laugardeginum svo pabbi gæti kíkt á Poo-inn minn sem var að verða bremsulaus. Það fór svo að ég ók heim á öðrum bíl. Pabbi ætlar að halda hinum eftir og gera við hann í rólegheitum þar sem það er svo margt sem amar að honum greyjinu og á meðan fæ ég að keyra um á þessari glæsikerru:

Silfur-refurinn. Ég er ekki trúuð - en ég þori ekki að taka límmiðan úr, gæti fengið slæmt karma!
 Ég á náttúrulega bara bestu foreldra í heimi, svo einfalt er það!!
No comments: