Pages

Friday, February 22, 2013

Fæðubótaefnin mín

Ég hef oft verið spurð hvaða fæðubótaefni ég er að taka, þar sem það sést á ansi mörgum myndum hjá mér allt safnið mitt í bakgrunninum. En ég tek alls ekki svo mikið af fæðubótaefnum að staðaldri, ég hef prófað hitt og þetta og svona og svo bara eru þetta allt í svo stórum pakkningum svo þetta tekur mikið pláss. En það sem ég nota núna er eftirfarandi:


Ég tek alltaf Heilsutvennu og þegar ég man eftir því tek ég eina teskeið af hörfræolíu. Einnig tek ég stundum C-vítamín freyðipillur. Ég á alltaf til brennslutöflur, koffeintöflur og Hydroxicut hardcore, en nota þetta ekki að staðaldri, heldur bara til að gefa mér orku ef ég er orkulítil, þá annað hvort fyrir Tabata tíma á morgnanna eða til að halda mér vakandi í vinnunni. En ég er ekki hrifin af því að nota svona vörur alla daga svo maður verði ekki ónæmur fyrir þeim. Eins nota ég þetta bara til að gefa mér orku (ég drekk ekki kaffi né orkudrykki) en ekki í þeim tilgangi til að brenna fitu, því ég veit að slíkt gerist bara í gegnum mataræði og hreyfingu, það er ekki til nein töfrapilla til þess, believe me, I KNOW! ;) Einnig á ég glútamín sem ég tók alltaf einu sinni, en svo er ég búin að vera að prufa núna að sleppa því að taka það, og verð bara að segja eins og er að ég finn hvorki né sé neinn mun. Enda er glútamín í öðrum efnum sem ég er að taka, svo það er ekki að gera mér neitt gagn að taka meira af því.

Amino Energy  


Amino Energy er uppáhaldið mitt!! Ég fæ mér alltaf með appelsínubragði. Ég drekk svona 2 skammta af þessu á dag. Formúlan frá Optimum Nutrition er einstök blanda af amínósýrum (þar á meðal BCAA, glútamín og, tyrosine) og náttúrulegum orkugjöfum eins og grænu tei og náttúrulegu koffíni. Inniheldur einnig arginine fyrir aukið blóðflæði og meira "pump" á æfingum. Allt þetta og aðeins 10 hitaeiningar í hverjum skammti ! Svo að hvort sem þú ert að byggja upp, passa matarræðið eða skera niður þá hentar Amino Energy fullkomlega! (Perform.is)
  • Eykur einbeitningu
  • Beta-alanine
  • 50mg af koffíni frá Grænu tei
  • Vatnslosandi Grænt te
  • Aðeins 10 hitaeiningar
  • ENGINN sykur, ENGIN fita 






                       Syntha-6 prótein 

Próteinið sem ég nota þessa dagana heitir Syntha 6 og ég nota með bragði sem kallast chocolate milk. Þetta er bragðbesta prótein sem ég hef smakkað, og ég hef smakkað þau ansi mörg.  Ég drekk alltaf einn sjeik eftir lyftingaræfingu, og stundum einn auka yfir daginn. Það inniheldur 6 mismunandi tegundir prótíngjafa sem dreifa upptöku prótínsins yfir lengra tímabil.  Þá inniheldur það einnig góð flókin kolvetni og öflugar fitusýrur, auk 5 gramma af trefjum. Syntha-6 er því tilvalið til að taka á milli mála.  Það má drekka eitt og sér í vatn, eða blanda að eigin lyst með mjólk, ávöxtum eða hverju því sem hugurinn girnist. Í hverjum skammti eru 200 kaloríur og af því 22 gr prótein.(Protin.is)
 


N.O. Explode 2.0

Ég drekk einn og hálfan svona skammt fyrir lyftingaræfingu. Er með lemonade bragð, en það er samt ekki alveg að gera sig, þarf klárlega að prófa annað bragð næst. Fann ekkert um þetta á íslensku svo ég set bara hérna ensku lýsinguna á virkni NO explode:

Whether it’s muscle and strength that you’re after or improved endurance and overall performance, BSN® knows you’re out there, day after day, pushing yourself to the edge in order to get one step closer to your goal. Whatever your endgame, you deserve a complete pre-workout igniter that can keep pace. BSN® has answered the call with its most powerful formula yet, equipping athletes everywhere with the tools to achieve real progress and push past previous limitations. Experience the new strength of a legend – experience ADVANCED STRENGTH N.O.-XPLODE™ 2.0, the extreme pre-training energy & performance igniter. N.O.-XPLODE™ 2.0 is designed to support:

  • Strength and Endurance**
  • Training Energy*
  • Muscle Growth**
  • Mental Alertness and Focus*
  • Nitric Oxide, Muscle Fullness, Pumps and Vascularity**
  • Fat-Burning*"

No comments: