Wednesday, January 30, 2013

Herbergið mitt

Þó ég eigi ekkert fataherbergi eða neitt álíka, þá finnst mér herbergið mitt frekar kósý. Það er reyndar ekki stórt, en hefur allt sem ég þarf (fyrir utan fataherbergi að sjálfsögðu). Ég sá á öðru bloggi sem ég les reglulega hjá Skagastelpu  þar sem hún var að óska eftir hugmyndum að því hvernig maður getur geymt skartgripina sína svo það sé bæði aðgengilegt og snyrtilegt og þá datt mér í hug að smella myndum af mínu herbergi, þar sem það er nú ekki mikið þar inni annað en föt og skartgripir haha.


Það er kominn miðvikudagur og útborgunardagur á morgun í vinnunni.....sé fram á að vera hér fram á kvöld að klára alla uppsetningu og launavinnslu og taka svo æfingu eftir það, svo þetta verður langur og strangur dagur. Hlakka soldið til helgarinnar, er að spá í að skella mér í nudd og rölt í Kringlunni svona til að tríta mig aðeins eftir góða vinnutörn :)

No comments: