Pages

Thursday, February 14, 2013

Öskudagur

Í gær var öskudagurinn og fór skvísan mín náttúrulega með vinkonum sínum í búðir að syngja. Þær voru í skólanum til 11 og sungu svo í Hamraborginni, Smáralindinni og Smáratorginu. Elínu var soldið kalt þegar hún kom heim og hafði það bara kósý yfir vidjómynd með nammið sitt þangað til við ákváðum svo um kvöldið að klæða okkur upp og taka göngutúr. Enduðum á að labba í 75 mínútur í kringum allt Kársnesið, himininn var alveg stjörnubjartur og norðurljósin græn og flott, þetta var ekkert smá nice. Höfum ákveðið að gera þetta oftar, maður hefur svo gott af þessu. Taka annað slagið smá göngu í staðinn fyrir sjónvarpsgláp :)

Sæta mín á öskudaginn :)

Afrakstur dagsins hjá skvísunni

Ég að fara í vinnuna í blómabuxunum mínum með fulla tösku af nesti :)

No comments: