Pages

Wednesday, January 9, 2013

The Biggest Loser

Ég er svo mikill sökker fyrir þessum þáttum! Svo gott concept, svo þarft umræðuefni og líka fáránlega mikil hvatning. Ég elska að horfa á þau taka hrikalega á því í ræktinni, í hvert skipti þá langar mig að fara að æfa og svitna eins og svín (ef svín svitna)!

Ég var að enda við að klára season 12 núna, þar var þemað "battle of the ages" og var skipt í lið miðað við aldur. Þetta var mjög skemmtilegt season, fullt af flottu fólki en líka fullt af leiðinlegu fólki. Ein gömul kona þarna sem fór alveg hrikalega í taugarnar á mér.....veit ekki af hverju, en hún bara gerði það! En það var samt engin keppandi svona sem ég hélt alveg lang mest uppá, eins og vanalega. Mér var svona eiginlega alveg sama hver ynni. Miðað við árangurinn sem fólk er að ná í þessum þáttum, þá eiga þau náttúrulega öll skilið að vinna. Það voru tveir nýjir þjálfarar núna, Dolvett og svo Anna Kournikova tennisstjarna. Þau voru bæði bara mjög flott í þessu, en það fölna samt allir í samanburði við Jillian og Bob. Jillian er reyndar ekki með í þessu seasoni, en Bob er þarna, gordjöss eins og ávallt.

Þjálfararnir
Keppendurnir í byrjun

Held maður myndi alltaf kreista út nokkur auka reps með þennan þjálfara

Ramon - smáááá breyting

Antone 

Sunny - það er sko allt hægt ef viljinn er fyrir hendi

Vinny
Ef þessar myndir eru ekki hvetjandi þá veit ég ekki hvað!!! Rosalegur árangur. 

Ég er reyndar búin að vera að lesa mig til soldið um þættina, svona bak við tjöldin fréttir. Til dæmis þá er ein vika í þáttunum mikið lengra í raunveruleikanum. Þannig að þegar þau eru að missa 10 pund á viku og manni finnst það bara alveg útí hött og óraunverulegt, þá er það í raun mikið lengri tími. Einnig fara þau alltaf í gufu og vatnslosa fyrir vigtanir, þar sem þetta er nú sjónvarpsefni og það þarf alltaf að ýkja það soldið.

Núna þarf ég bara að verða mér úti um season 13 og glápa á það. Ég verð eiginlega bara að drífa mig í því sem fyrst, því núna var að byrja úti season 14 og þar er þemað börn og unglingar. Er mjööööög spennt fyrir að sjá það, klárlega mikilvægt topic í heiminum í dag, þar sem offita er farin að drepa fleiri en hungur!

No comments: